- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
15. March, 2010 at 11:14 #46211Gummi StParticipant
Fimmtudaginn 18. mars, verður sérstakur fyrirlestur á Hótel Hilton Nordica sem er haldinn á vegum Félags Íslenskra Fjallalækna (FÍFL) í samvinnu við 66N og Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Þar mun Michael P. Grocott, halda fyrirlestur um ferð sína og félaga sinna á Mt. Everest vorið 2007, The Xtreme Everest Expedition.
Dr. Grocott er heimsfrægur fjallagarpur en jafnframt virtur gjörgæslulæknir og vísindamaður frá London sem klifið hefur mörg af hæstu fjöllum veraldar, m.a. Everestfjall (8850 m) og Cho Oyu (8201 m). Í maí 2007 leiddi hann stærsta leiðangur sinnar tegundar, Xtreme Everest, á samnefnt fjall, þar sem rannsökuð voru áhrif súrefnisskorts á mannslíkamann. Rúmlega 200 manns tóku þátt í leiðangrinum og 8 læknar sem náðu toppnum tóku sýni úr hvor öðrum á leiðinni. Leiðangurinn vakti heimsathygli og hefur m.a. verið gert skil í frægum sjónvarpsþáttum á BBC; Everest: Doctors in the Death Zone og í hinu virta vísindariti New England Journal of Medicine. Mike er frábær fyrirlesari og mun lýsa göngunni á toppinn og þeim vandamálum sem leiðangursmenn urðu að kljást við. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er sniðinn að öllu áhugafólki um útiveruog fjallgöngur.
Á undan erindi Grocotts mun Tómas Guðbjartsson, prófessor og einn af forsprökkum FÍFL, halda stutt erindi á íslensku; Af læknum sem eru veikir fyrir fjöllum !
Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Hann hefst kl. 20. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingar.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.