Nálaraugað í nótt

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nálaraugað í nótt

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46205
    Skabbi
    Participant

    Við Gulli sögðum skammdeginu stríð á hendur í gærkvöldi. Keyrðum upp undir Búahamra um 6 leitið og skunduðum upp að Nálarauganu. Höfuðljósin á og stokkið af stað.

    Úr varð hið skemmtilegasta klifur. Nálaraugað er í löðrandi skemmtilegum aðstæðum, ekki of þunnt og ekki of þykkt. Höfuðljósaklifrið gaf þessu bara aukið vægi. Mér skilst reyndar að næturklifur sé sport sem töluvert hafi verið stundað fyrir 15 – 20 árum. Hversvegna það er ekki í tízku lengur skal ósagt látið.

    Þess má geta að töluverð umferð virðist hafa verið um Búhamra upp á síðkastið, sem er ánægjulegt. Við gengum niður Tvíburagil eftir klifrið sem leit glæsilega út í tunglskininu.

    ALlez!

    Skabbi

    #53413
    1811843029
    Member

    Ég hef doldið stundað þessa iðju að klifra ís í myrkri með ljós á enninu. Öðruvísi upplifun og aðeins strembnara þar sem maður sér ekki mikið hvað er framundan. Mæli með að menn prófi.

    #53414
    Anonymous
    Inactive

    Mæli með kvöldklifri í Grafarfossinn það er alveg þrusu gaman
    Olli

    #53415
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Guðjón fórum Grafarfossin í morgun. Vorum á Select um hálf níu og komnir í bæinn um 1. Hann er í alveg glimrandi aðstæðum.

    Hittum meira að segja Ivar þar á ferð með tvo vini sína.

    kv.
    Palli

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.