Skíðamenn þurfa nú varla að væla þessa dagana. Undanfarna viku og rúmlega það hefur verið eitt besta skíðafæri utanbrauta í Bláfjöllum sem af er vetri. Mjöllin upp í hné en talsverð snjóflóðahætta.
Sömu sögu er að segja af merklilegum fjöllum eins og Heklu og víðar. Mikil ákoma, gott færi og snjóflóðahætta. Ef tíðarfar verður með “eðlilegu móti”, en eins og allir vita þá er ekkert eðlilegt, þá verður vel hægt að skíða langt inn í sumarið á lægstu hjöllum. Mæli t.d. með Þórmerkusvæðinu í júní.
Í guðanna bænum ekki leggja skíðin á hilluna þó menn séu farnir að flatmaga og sötra bjór í blíðunni á Austurvelli um hádegi.
Kv. Árni Alf.