- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
9. May, 2005 at 19:11 #46174Stefán ÖrnParticipant
Ekki vil ég nú eyðileggja góða og gagnlega umræðu um boltun hér á landi á en ætla nú samt að koma með fréttir úr öðrum áttum.
Fórum fjórir piltar upp á Breiðarmerkurjökul um helgina til að reyna við Heljargnípu (sjá ársrit 1986 held ég) og ganga á Þuríðartind á Öræfajökli. Auk mín voru þar Sissi, Freyzi og Hemmi.
Í stuttu máli þá tókst ætlunarverkið og að okkur vitandi er þetta þriðja sinn sem Heljargnípan er farin (Jón Geirs og co 1985 og Jón Haukur + félagi 1995). Skildum við þurfa að bíða til 2115 þar til fjórða uppáferðin verður? Leiðin er alveg stórskemmtileg og í mögnuðu landslagi. Sennilega fórum við nýa leið upp fyrri hluta gnípunnar. Klifruðum norðan megin í hryggnum en á myndinni sem fylgir leiðarlýsingunni sýndist okkur upphaflega leiðin vera sunnan megin. Efri hlutinn væntanlega sá sami enda ekki um margar leiðir að velja þar. Klifrið er mestmegnis allbratt snjóklifur þar sem litlar lænur eru þræddar og klettaklifur þess á milli – skoskur fílingur. Þetta er mjög opin leið. Leiðin ætti að hanga í aðstæðum í sona tvær vikur í viðbót þannig að hendið frá ykkur öllu sem þið eruð að gera og brunið austur með det samme. Mæli með því. Sleppið öllum ísskrúfum og takið frekar með ykkur snjóankeri, hnetur og (vískí)fleyga. Ekki búast við góðum megintryggingum.
Gengum á Þuríðartind daginn eftir og uppskárum 1M$ útsýni. Einstaklega fallegur tindur.
Farið svo og kaupið bókina hans Snævars um Öræfajökul. Það er fjallað um þetta allt saman þar.
Myndir hér: http://gallery.askur.org/album359
Steppo
9. May, 2005 at 23:45 #49752Stefán ÖrnParticipantVá…þetta átti að vera 2015 ehemm….
10. May, 2005 at 09:14 #497532806763069MemberHva? Samkeppni! Hringi strax í Öræfingin til að plana eitthvað!
Eiga ekki annars fjallaleiðsögumenn pokann í púlkunni?
10. May, 2005 at 13:50 #49754ABParticipantHelvíti flott hjá ykkur, mögnuð ferð og kalla ykkur góða að dröslast líka á Þuríðartind eftir svona massífann dag. Töffarar.
Neyðist samt því miður til að myrða ykkur alla fjóra sökum heiftarlegrar öfundsýki enda var ég klárlega ekki að skemmta mér við próftöku um helgina.
Þið eruð svo gott sem dauðir!
Kv,
AB10. May, 2005 at 15:12 #49755SissiModeratorMyndirnar hans Hemma eru líka komnar inn á mitt gallerý (á askinum að sjálfsögðu – fjallamennsku gallerý Íslands að verða bara) http://gallery.askur.org/sissi_heljargnipa05.
Það var pínu þreyttur stemmari þarna um morguninn áður en við drulluðum okkur af stað á Þuríðartind – möglunarlaust.
Sissi
10. May, 2005 at 15:57 #497562806763069MemberVerð að segja að þessar myndasyrpur eru búnar að bjarga deginum fyrir mig.
Ég held líka að þarna sé loksins kominn næsta kynslóð í íslenskri fjallamennsku, það helsta sem ég hef fyrir mér í því er setningin:
“menn ættu að finna góðar tryggingar í annari leið, þar sem ekki var mikið af þeim í þessari” Algert gull og fer í flokk með:
“Það var ekki mikið spjallað á leiðinni heim, enda var ég einn í bílnum” Einar Stefáns í grein um Odiseif.
11. May, 2005 at 00:45 #497571709703309MemberJa, hve glöð er okkar æska.
Flott hjá ykkur ungu huguðu drengir.Stebbi
der alte -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.