mig minnir nú að títtnefndur Fjallaskarpur, sem löngum hefur verið talinn harðari en egg, hafi æmt, æjað, óað, dæst og sogið upp í nefið af svo miklum krafti síðast þegar Pulsararnir ógurlegu voru flexaðir í Kaldakinn (og ísfossinn þar af leiðandi barinn til óbóta með hnúum jafnt sem öxum), að Hlöðver bóndi að Björgum hafi haldið að það væri farið að gjósa.
En Fjallaskarpurinn lítur ávallt best út í sínu náttúrulega umhverfi, það leikur enginn vafi á því.