Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Helvítis fokking fokk í Tvíburagili
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
26. December, 2008 at 20:14 #46028ABParticipant
Við Sissi fórum í Tvíburagilið í dag til að skoða möguleika á fleiri leiðum.
Klettarnir þar sem fyrir eru Ólympíska félagið og Síamstvíburinn voru á góðri leið með að verða íslausir. Engar leiðir í aðstæðum þar. Eftir smá pælingar um mixleiðir framtíðarinnar kíktum við út fyrir hornið til að sjá hvort þar mætti finna eitthvað áhugavert.
Þar var ein lína sem leit ágætlega út. Verst að hún var akkúrat hægra megin við neðri Tvíburafossinn sem var að mestu rennandi foss eftir hlýindi undangenginna daga. Sissi fórnaði sér í hlutverk tryggjarans með epískum afleiðingum, enda klæddur í softshell. Þar sem leiðin okkar hefst inni í hálfgerðri skoru truflaði bleytan ekki leiðsluna að ráði.
Úr varð leiðin Helvítis fokking fokk. Hún er tryggð með dóti (jess, Ívar!). Þetta er bærilegasta leið þótt gæðin séu töluvert meiri í Ólympíska og Síamstvíburanum.
Myndavélin gleymdist í bílnum svo við bjóðum einungis upp á símamyndir í skráningu leiðarinnar: http://isalp.is/route.php?op=l&t=1
Ég hef ekki hugmynd um hvað verður um þessa leið þegar aðstæður eru almennilegar, þ.e. nægur ís. Kannski hverfur hún alveg. Ævintýrið var þó þess virði.
Kveðja,
AB
P.S.
Við sáum ekki betur en að Nálaraugað og 55°N væru í þolanlegum aðstæðum.
26. December, 2008 at 21:27 #53485Siggi TommiParticipantJá, fokkings fokk er það víst.
Við Jökull Bergmann ætluðum að þenja testósterónið í Ólafsfjarðarmúla í dag en það svæði býður upp á 20-50 leiðir á bilinu WI3 upp í eitthvað massíft (WI6 alla vega skilst mér) af lengd 50-100m.
Nú eftir hlýindin sem allir eru svo ánægðir með hafði flestum leiðum skolað út í Íshafið svo ekki urðu nein stórræði framkvæmd. Kíktum yfir í Ólafsfjörð og beyond en þar var fátt um fína drætti. Enduðum því um hádegið á prýðilegri rómantískri fjörugöngu að skoða aðgengilegasta hluta Múlans (muna að vera ekk þarna á háflóði). Eftir suicidal drulluklifur og nesti var ákveðið að fara í einu línuna á þessu svæði sem ekki var að flysjast af klettunum og varð úr prýðisskemmtun í góðum ís og ekki svo góðu grjóti.
Afraksturinn varð leiðin “Hart í bak” (ef JB mótmælir ekki) og fær hún gráðuna WI4 (20m bratt og 10m brölt í ís) og svo 30m D4 (drulluspíru-viðbjóðs af slatta alvarleika en aðallega ófögnuði samt).
Vonandi að fleiri leiðir verði til þarna þegar frystir aftur.26. December, 2008 at 22:00 #534862806763069MemberGott mál með nýja dótaleið – en ef menn claima nýja leið sem krefst bolta trygginga verða menn líka að sjá til þess að hún sé boltuð! Við fyrsta tækifæri! Ekki satt!
Annars ánægjuleg þróun og örugglega margir til í eina góða fimmu til að starta mix-ferlinum. Verst með Fokkings fukking veðrið!
27. December, 2008 at 00:03 #53487ABParticipantVóvóvó, rólegur Ívar! Ég er rétt að klára að melta hangikjötið svo verður Ólympíska félagið boltað. Ég rétt höndlaði þetta í dag. Kjötsviminn gæti slævt dómgreind mína og ég myndi kannski óvart bolta Síamstvíburann! Er þá ekki betra að bíða aðeins?!?
Ég setti inn nokkrar símamyndir til viðbótar:http://picasaweb.google.com/andribjarnason/HelvTisFokkingFokkTvBuragiliDes2008#
Kveðja,
AB
27. December, 2008 at 01:20 #53488SissiModeratorÍvar þú verður að athuga líka að þetta er ekki bara onsight dótaleið, heldur er hún leidd á ósamstæðum öxum OG kaffivélin í Select var biluð.
Þannig að við væntum þess að þetta verði ekki klifrað í síðri stíl, dót / sans samstæðar axir / sans kaffi
Siz
27. December, 2008 at 09:17 #534892806763069Memberok, what ever!
27. December, 2008 at 13:05 #53490SissiModeratorÆi bara grín, allir vinir og allt það.
Heyriði, nú er 9 stiga hiti á mælinum fyrir utan gluggann hjá mér, á þetta að vera eitthvað grín? Hver ætlar að fá Hálfdán til að laga þetta?
Sissi
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.