Leggum ÍSALP niður

Home Forums Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46011
    Karl
    Participant

    Ég hef komist að því að það sé sóun á tíma og peningum að gera út sérstakan Alpaklúbb.
    Við getum einfaldlega lagt klúbbinn niður og gengið í Ferðafélag Íslands. Þar með leysast öll okkar húsnæðismál, skálamál og hvað annað sem mæðir a litlu félagi.
    Vísa á erindi frá núverandi stjórn, máli mínu til stuðnings…..

    Kalli

    #51947
    3110665799
    Member

    Tek undir með Karli, leysir algerlega þessi sjálfhverfu (vandamál) klúbbsins, legg til samhliða á fundinum þ. 5 des.verði þessi tillaga lögð til atkvæða.

    Valli

    #51948
    Smári
    Participant

    Ég held nú að menn séu full dramatískir… Ég vill benda á að í nýafstaðinni könnun (sjá niðurstöður í “fréttum”) kemur fram, þegar spurt er um lykilverkefni, skorar minnst (af 21 atr.) “sjá um rekstur skála á hálendi Íslands”.

    Þegar spurt er hvort tindfjallaskálinn hafi verið notaður síðastliðin tvö ár kemur í ljós að 67% hafa ekki gert það og 22% aðeins einu sinni.

    Nú er ég ekki að segja að við höfum ekkert með skálann að gera, síður en svo. Það er bara þannig að það er dýrt að halda úti skála fyrir ekki stærra félag (sérstaklega þegar erfitt er að fá fólk í sjálfboðavinnu).

    Við eigum því að selja skálann einhverjum sem getur haldið honum við með sómasamlegum hætti og tryggja í leiðinni aðgang félagsmanna okkar að honum.

    Ísalp á svo að einbeita sér að festivölum (sem eru hjarta klúbbsins í dag) og gera það vel. Ég haf ekki séð FÍ auglýsa ís-, telemark- og/eða klettafestival. Tali um að leggja klúbbinn niður og ganga í FÍ vísa ég því til föðurhúsana.

    Ég er ekki að segja að maður eigi ekki að ganga í FÍ, maður á helst að vera í FÍ, ég er bara að benda á að Ísalp hefur ýmislegt að bjóða sem FÍ hefur ekki.

    kv. Smári

    #51949
    3110665799
    Member

    1. Varðandi þessa könnun þá var þýðis ekki stórt auk þess sem það telur ekki þann fjölda sem eru félagskap björgunarsveita og annara félaga þar sem frumgögn eins og gestabók skálans geymir. Þannig mælir könnun þessi fyrst og fremst þann hluta sem sækir síðu klúbbsin eða eru félagsmenn, þannig að innra réttmæti könnunar er ágæt þó hið ytra sé það ekki.

    2. Dramatík er hugtak sem getur alveg átt hér heima og er ekkert að því skálinn getur haft tilfinningalegt gildi fyrir suma félagsmenn. Þó sérstaklega þeim sem hafa gefið sig til vinnu og telja það ekki eftir í krónum og aurum. Orðræða eins með eða á móti hagvexti getur verið góð, þá (skáli er fjárhagslegur baggi eða ekki) hins vegar er málið ekki svona einfallt. Sérstaklega ekki þegar félagsvísindalegar kannanir eru gerðar þar spurningin ein og sér er gildishlaðin.

    3. Palli bendir á aðferðafræði við ákvörðun um sölu. Virðist vera sem núverandi stjórnarfólki finnist nóg að horfa til umræddrar skoðanakönnunar. Hefði þá e.t.v ekki verið réttara að setja fram í könnun ásamt spurningu um nýtingu, hvort sama “þýði,, teldi eðlilegt að selja skálann eða ekki. Sjálfsagt þarf ekki að minna núverandi stjórn til hvers kannanir eru gerðar og hvernig gögnin skulu nýtt úr þeim. En það furðulega finnst mér þó sú stjórnunaraðferð að nýta frumgögn eins þennan hluta könnunar sem bindandi þátt til ákvörðunar. Eins og ég bendi hér fyrir ofan eru þessi gögn ekki tæmandi né að þeim gæðum að slík ákvörðun sé réttlætanleg.

    4. Fá fólk í sjálfboðavinnu. Í þeirri orðræðu um gildi hluta og hvað er arðbært og hagkvæmt verður hugtakið sjálboðavinna svolítið asnalegt. Hver vill þá mæla arðsemi þeirrar vinnu og þá samtaka eins og Ísalp. Vandamálið er ekki bara innan þessa félagaskapar heldur eru björgunarsveitir í meira mæli farnar að manna stjórnunarstöður á launum.

    5. Lítið hefur verið reynt að huga að “sómasamlegum rekstri,, skálans undanfarið, tel ég það ekki fullreynt, engin verkáætlun hefur legið fyrir um endurbætur, ekki nema frá Bárði. Einig hafa heyrst vilyrði fyrir styrkveitingum einmitt frá F.Í.
    Styrkumsóknir er kúnnst en alls ekki óyfirstíganleg krefst örlítils innsæis og lobbýisma eitthvað sem hefur ekki verið reynt að neinu marki varðandi skálann. Skipulögð starfsemi sem snýr að skálunum hefur verið lítil og ef eitthvað er hefur hún verið meiri í kringum Tindfjöll að auki er sá skáli í mun betra ástandi en Bratti en það er önnur saga.

    Það er hollt að skoða málið frá fleiri hliðum ef ekki sem flestum.

    Kv Valli

    #51950
    Smári
    Participant

    Í fyrsta lagi á Ísalp að hugsa um hagsmuni sinna félagsmanna en ekki annara s.s. björgunarsveita.

    Í öðru lagi hefur ekki verið tekin ákvörðun um söluna, (,,Af þessu tilefni boðar stjórn Ísalp til félagafundar miðvikudaginn 5. desember klukkan 20:00 í Skútuvoginum. Tillaga þess efnis að fyrirliggjandi tilboði í skálann verði tekið verður lögð fyrir fundinn. Verði þessi tillaga samþykkt verður gengið frá sölu Tindfjallaskála til Ferðafélags Íslands.”)
    Það er því ekki hægt að segja að ákvörðun um sölu á skálanum hafi verið byggð á könnuninni. hún gaf einungis vísbendingu.

    Að lokum vil ég minna á að skálinn hverfur ekki þó að af sölunni verði.

    Hvet alla til að mæta á fundinn og láta að sér kveða því umræðan er mikilvæg.

    kv. Smári

    #51951
    1704704009
    Member

    Er það ekki rétt að klúbburinn hefur aldrei verið eins fjölmennur og nú? Sömuleiðis að hann hafi aldrei átt jafnmikinn pening? Það þykir mér undarlegt að samtímis svona stækkun klúbbsins, skuli þrekið vera að minnka í þessum málum. Ekki meint neikvætt.
    Hér er tillaga; Fresta söluáformum í tvö ár og að stjórnin gefi sér svigrúm á kjörtímabilinu til að einbeita sér að endurreisn skálanefndar og finnum fleiri Bárða þarna innanum. Skálinn eyðileggst ekki á meðan. Held að margir félagsmenn vilji og geti gert góða hluti – en viti hreinlega ekki af því hvað er mikil þörf fyrir þá. Ísalp þarf kveikja í þessu fólki. Ísalp getur haldið skálanum, þarf bara að vinna skipulega í að koma nefndarstarfinu á kopp. Ef mistekst gersamlega að endurreisa skálanefndina, þá finnst mér fullreynt að klúbburinn getur ekki staðið í þessu. Þá má FI kaupa hann. Ég skil sjónarmið stjórnar en myndi vilja sjá önnur úrræði reynd fyrst. Ég ætla því að segja nei við sölu á fundinum 5. des.

    #51952
    0808794749
    Member

    Nú sé ég að Valli er greinilega miklu betur að sér í félagsvísindalegum aðferðafræðum en við í stjórn. Það hefði ekki verið ónýtt að hafa hann innan handar við þá við vinnu.

    Það er auðvelt að vera hressi gaurinn og skipuleggja festivöl og myndasýningar en að taka ákvörðun eins og að selja skála er ekkert einfalt.
    Niðurstöður könnunar eru alls ekki það eina sem við byggjum þessa tillögu á. Frumgögn eins og gestabók hafa sannarlega verið skoðuð. Ég er reyndar ekki með tölurnar til taks en fyrir 3 vikum þegar ég var þar á ferð þá höfðu held ég 7 hópar heimsótt skálann á heilu ári! Og ekki höfðu heimsóknirnar verið mikið fleiri árið áður. Það get ég nú ekki sagt að sé mikill gestagangur.

    Eins og Smári segir þá hverfur skálinn ekki. Þó Ferðafélagið sé kannski í sumra augum bara félagsskapur liðs í háum legghlífum með göngustafi, þá er félagið miklu betur í stakk búið til að halda utan viðhald á svona skála heldur en ÍSALP. Félagsmenn eru yfir 7000, þeir reka skrifstofu, eiga bíla og verkfæri. Þeir selja þjónustu og geta rekið batteríið.
    Ég treysti þeim því vel til að gera vel við Tindfjallaskála.

    Ég er sannfærð um að við eigum að gera það sem við erum best í. Halda festivöl, myndasýningar og kynna fjallamennsku. Við vorum einu sinni góð í því að halda úti fjallaskálum og unnu þar einstaklingar óeigingjarnt starf en nú held ég að það sé kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir og taka erfiða ákvörðun.

    Ég er búin að hitta fjölmarga félaga í klúbbnum undanfarið, sem lýsa yfir stuðningi við þessi áform. En ef niðurstaða fundar verður sú að eindreginn vilji félagsmanna sé sá að fresta/hætta við sölu skálans, þá vonast ég til að við sama tilefni verði til öflug skálanefnd sem hefur umsjón með báðum skálum ÍSALP.

    Hlakka til fjörugra umræðna á fundinum.

    #51953
    2008633059
    Member

    Mjög gott framtak hjá stjórninni að taka upp þetta mál hvernig sem þessi tillaga um sölu verður svo afgreidd. Þetta er einmitt það sem þurfti til að ýta við fólki varðandi skálamál ÍSALP!

    Sýnist að það sé þrennt til í stöðunni:

    1) Gera ekki neitt – Er mjög auðvelt því það kostar ekki neitt, hvorki peninga né vinnu. Gallinn við þessa leið er bara að skálarnir grotna niður, félagsmönnum til lítils gagns og ÍSALP ekki til sóma. Botni er gott dæmi.

    2) Taka til hendinni um viðhald og rekstur skálanna – Þessi leið heldur í þá hefð að ÍSALP eigi sína skála, raskar heldur ekki tilfinningum þeirra sem í gegnum tíðina hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra. Galli: Kostar peninga og vinnu sem hingað til hefur ekki legið á lausu hjá félagsmönnum.

    3) Koma skálum í hendur aðila sem geta og vilja sjá um reksturinn, en tryggja ÍSALP-félögum afnotarétt. FÍ hefur það sem eitt af sínum aðalhlutverkum að reka skála á hálendinu og hefur miklu meiri reynslu á þessu sviði en ÍSALP. Kosturinn er að við njótum aðgangs að betri skála án þess að þurfa að kosta öðru til en skálagjaldi og góðri umgengni. Gallinn samt auðvitað að það er viss “ósigur” að þurfa að viðurkenna að við stöndum ekki undir þessum rekstri sjálf.

    Persónulega styð ég leið 3 sem mér finnst sú eina raunhæfa með tilliti til kostnaðar og ábata. Tek samt fram að ég hef aldrei notað Tindfjallaskálann utan að kíkja þar einu sinni inn. Skal líka alveg viðurkenna að ég sé ekki fyrir mér að nota neitt þessa skála né heldur að leggja fram peninga eða vinnu vegna þeirra.

    kv,
    JLB

    PS. Ef niðurstaðn er að Ísalp eigi áfram skála legg ég til að Tindfjallaskáinn verði tekinn upp og fluttur í nágrenni Skaftafells/Hnappavalla. Myndi gera meira gagn þar, tryggja meiri notkun og skapa meiri stemmingu.

    #51954
    1709703309
    Member

    Merkilegt að heyra fólk aknúast yfir kostnaði vegna skálanna. Undirritaður var gjaldkeri klúbbsins til nokkurra ára og hefur krufið tölurnar, það hefur lítið farið fyrir þeim í þessari umræðu.

    Niðurstaðan er sú að skálarnir hafa fært klúbbnum á árunum 2003-2006 tekjur umfram gjöld ca. kr. 49.000,- Þá er ég búinn að taka út styrkinn 2005, kr. 300.000 (kr. 89.340 búið að nota af honum) en ef ég hef hann inni þá er staðan sú að tekjur umfram gjöld eru ca. kr. 260.000,-

    Fjárhagslegar forsendur geta því varla verið ástæðan.
    Klúbburinn átti semsagt óráðstafað í byrjun þessa árs kr. 210.000,- til framkvæmda í skálum og digran sjóð sem mætti alveg sjá svolítið af til viðbótar. Styrkurinn var skuldbundinn til framkvæmda í skálanna annars verður að greiða til baka af honum.

    Rétt er kannski að minna á að skv. fasteignamati í síðasta ársreikningi þá var Bratti metin á kr. 3.895.000,- til að hafa einhvern samanburð við kr. 500.000,- sem klúbbnum hefur verið boðinn fyrir þennan sjaldgæfa arkitektúr, aðgengi að fjölbreyttu landslagi og veðravíti.

    #51955
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er á móti söluni:

    1. Forsendur ekki á hreinu. Hversvegna?
    2. Skil ekki verðlagninguna.
    3. Ákvörðun er einstrengisleg og spurning hvort hún standist.
    4. Hugmyndin ekki kynnt nægjanlega.
    5. Tíminn stuttur og elur á tortryggni.
    6. Afhverju ferðafélagið og ekkert val.

    Það hefur slitnað upp úr stjórnarsamstarfi fyrir mynni mál en þetta.

    kv.
    Palli

    #51956
    Björk
    Participant

    Miðað við þær tölur sem Stebbi bendir á hér fyrir ofan þá er verið að gefa Ferðafélaginu skálann.
    Allavega þarf að vera á hreinu hvaða forréttindi Ísalparar munu njóta vegna skálans og hvernig verður staðið að því.
    Það hefur verið mikill uppgangur í Ísalp síðastliðið ár kannski spurning um að láta á það reyna einu sinni enn að treysta á félagsmenn.
    Allavega sýnist mér þessi umræða vera af hinu góða og gott hjá stjórninni að koma þessu af stað.

    #51957
    3008774949
    Member

    Mér sýnist nú að umræðan á síðunni hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikil og akkurat núna þannig að það er greinilegt að félagsmenn hafa miklar tilfinningar tengdar skálanum góða.

    Er þá ekki málið að stjórnin nýti sér þetta tækifæri og reyni sem aldrei fyrr að fá mannskap í skálanefnd. að útbúið verði action plan fyrir viðgerðir á Tindfjallaskála og honum komið í sómasamlegt horf næsta sumar

    Semsagt fresta söluáformum um 1-2 ár ( skálinn eyðileggst vonandi ekki á þeim tíma ) og fá inn handlagna menn til að hjálpa til við endurbætur.

    #51958
    0703784699
    Member

    …get ég kosið með utankjörfundaratvæði? Þarf víst að vera að berjast við snjó í Whistler fyrstu tvær vikurnar í des…og kemst ekki til að kjósa á móti sölunni,

    kv.Himmi

    #51959
    Ólafur
    Participant

    Örlygur hefur rétt fyrir sér. Hversvegna þessi asi?

    Skálinn á sér merka sögu sem er að miklu leiti tengd upphafi fjallamennsku á Íslandi og síðar stofnun Ísalp. Saga hans er miklu merkari en t.a.m. saga Bratta ef út í það er farið. Hann er á verðmætu svæði sem á aðeins eftir að verða verðmætara (sérstaklega í ljósi umræðu um að koma á fót skíðalyftum í Tindfjöllum).

    Slökum aðeins á og látum reyna á það til fullnustu hvort klúbburinn geti ekki haldið úti skálanum svo sómi sé að. Það er ljóst af umræðunni að margir félagar hafa taugar til skálans. Vonandi leiðir hún til þess að menn láti verkin tala.

    Ekki selja!

    Að lokum: 500k er náttúrulega bara grín og það er eins hægt að gefa kofann. Ég er til í að ganga inn í “FÍ samninginn” með sömu kvöðum gagnvart ísalp og bæta einu núlli fyrir aftan upphæðina.

    -órh

Viewing 14 posts - 1 through 14 (of 14 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.