Fréttir af Bratta

Home Forums Umræður Almennt Fréttir af Bratta

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45955
    1811843029
    Member

    Góðan dag

    Um helgina var farin ferð til að kanna aðstæður og finna leið til að koma Bratta til byggða.

    Eins og margir vita stendur til að flytja Bratta til byggða og endurbyggja hann, enda er skálinn orðinn ansi lúinn.

    Ferðin um helgina gekk vel, en Isalp hefur fengið til liðs snjóbíla og mannskap frá Hjálparsveitum Skáta í Reykjavík og Kópavogi ásamt Arsæli þannig að það er topp mannskapur og tæki í þessu verkefni.

    Stefnan er svo að flytja skálann á næstu vikum þegar veður og aðstæður eru hagstæð.

    Spennandi!

    #57512
    Karl
    Participant

    Er e-h nýtilegt í Bratta sem ástæða er til að flytja til byggða? (fyrir utan rústfría reykrörið sem smíðað var á öldinni sem leið en hefur ekki verið sett upp)
    Bratti er ekki það gamalt hús að það teljist til menningarverðmæta og var reist sem nokkurskonar braðabirgðabúggí þegar glænýr og stærri skáli splundraðist í fárviðri.

    Er ekki hakvæmara að byrja á nýju húsi frá grunni og nýta núverandi hús sem eldivið þegar nýtt kemst í notkun?

    Eins veit eg að Akurneskir hjálparsveitargemlingar hafa hug á að leggja hönd á plóg.

    #57514
    1811843029
    Member

    Sú hugmynd að gera þetta eins og þú segir Kalli kom einmitt upp þegar verið var að ákveða hvernig þetta yrði gert. Málið var skoðað frá ýmsum hliðum, þjóðgarðurinn, byggingafulltrúi og fleiri voru hafðir með í ráðum og úr varð að skálinn yrði sóttur.

    Skálanefndin og stjórnin hafa einmitt hug á því að endurbyggður Bratti verði eins og hann átti upphaflega að vera, það er eins og sá sem fauk.

    Akurnesingar eru með í ráðum, meira um það síðar.

    Atli

    #57517
    2806763069
    Member

    Þetta eru frábærar fréttir. Góður skáli þarna væri alger draumur fyrir námskeiðishald. Endilega hugsa einnig fyrir því með því að setja upp góða tússtöflu líka (og skjávarpa).

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.