Leiðin í Önundarfirði

Home Forums Umræður Almennt Leiðin í Önundarfirði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45928
    jafetbjarkar
    Keymaster

    Góðan daginn,
    til að byrja með þakka ég fyrir gott ársrit sem er alltaf jafn ánægjulegt að fá í hendur. Ritnefnd á heiður skilinn.
    Á bls. 50 í ritinu er sagt frá ísklifurleið í Önundarfirði. Í klausunni er tekið fram að aka eigi frá þjóðveginum inn í fjarðarbotn að norðanverðu. Þar er nefndur til sögunnar bærinn Betanía og leiðin mun vera í hvilft ofan við þann bæ.
    Ýmis nöfn hafa verið á kotum þeim sem stóðu á þessum slóðum um liðnar aldir. Bærinn hét Kot (í fleirtölu) meginhluta síðustu aldar og bjuggu afi minn og amma því á KOTUM. Hvilftin fagra ofan við Kotin heitir Hafradalur. Og Kotin eru sunnan megin í firðinum og það er bæði styttra og betri vegur að fara af þjóðveginum á móts við Mosvelli en skiptir reyndar ekki megin máli þar sem hægt er að fara hringinn.
    Góða ferð í Önundarfjörðinn,
    kveðja,
    Salbjörg

    #48044
    Ólafur
    Participant

    Umsjónarmenn fréttapistilsins þakka fyrir þessa góðu ábendingu og sagnfræðilegu upplýsingar. Við erum sannfærðir að sérlegur fulltrúi okkar á Vestfjörðum, Rúnar Óli Karlsson, gerir það líka.

    Um leið vil ég hvetja alla sem luma á leiðréttingum eða upplýsingum fyrir næsta pistil að koma þeim á framfæri til mín eða Jóns Hauks eða einfaldlega í gegnum umræðusíðuna.

    Bestu kveðjur,
    ÓliRaggi

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.