Við fórum tveir og kíktum í ísbíltúr í Hvalfjörðin í dag eftir hádegið. Með í för var undirritaður í föruneyti við Tómas. Eitthvað var af ís í Hvalfirðinum en þó ekki mikið. Sá inn í Flugugil þar sem einhver ís var, en þó af skornum skammti líkt og víða. Við enduðum í Múlafjallinu þar sem við sáum möguleika á klifranlegum leiðum. Einna mest var af ís í leiðunum Rísanda og Stíganda, en þó náðu þær ekki saman. Enduðum með að fara eina leið sem er í gilinu hægra meginn (vestan meginn) við Rísanda og Stíganda. Leiðin er vestan meginn í því gili og innarlega. Hef ekki hugmynd um hvað leiðin heitir, en gaman væri að vita það ef einhver veit um nafn hennar eða hefur klifrað hana.
Ísinn í leiðinni var nægur til klifurs en þó mjög þunnur á kafla og mixað inn á milli, en í alla staði skemmtilegt klifur.
Kveðja,
Jósef