Við byrjuðum daginn í skorunni fyrir ofan Hveragerði við þriðja mann þar sem Jón Þorgrímsson var með í för, þar var með eindæmum íslaust og var leiðin því nefnd “boran”.
Þetta er þó eflaust skemmtilegt svæði í réttu árferði og ekki var verra að sjá nýja hverinn sem blæs þarna inni í miðjum skógi beint fyrir neðan hamrana eftir stóra skjálftann í sumar.
Eftir lautarferð í Hveragerði var svo ferðinni heitið í Búhamrana eins og áður kom fram þar sem við sáum til Garðbæinganna.
Góður dagur á fjöllum og fínn ís í Búhömrum.