Fórum félagarnir ég og Thornbjörn í dalinn og er þar nægur ís hvar sem litið er. Þilið er í aðstæðum með efstu spönina frekar erfiða en að sama skapi skemmtilega. Tjaldsúlurnar eru frosnar en sú lengst til hægri er mjög blaut og sú í miðjunni er í mögnuðum lóðréttum aðstæðum þó svo að þar megi sennilega fá á sig smá bleytu. Súlan lengst til vinstri er alveg orðin þurr. Það var mikil ísmyndum þarna og gat maður nánast séð súlurnar vaxa. Einfari er íslaus og snjólaus efst og komin smá ísvottur í leiðinni alveg lengst til vinstri í Einfaranum. Þrátt fyrir langan göngutúr var þetta vel þess virði að fá aðeins að strjúka ísöxunum og taka svolítið á því.
Ísklifurkveðja.