Klifur dagsins

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Klifur dagsins

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45853
    0112873529
    Member

    Hvað segja Múlafjallsklifrarar eftir daginn, var fullt af ís.

    Kv Danni G

    #52613
    Skabbi
    Participant

    Múlafjall er hreinlega löðrandi í ís þessa dagana. Fórum fjórir í dag, sex leiðir, allar vinstra megin við niðurgöngu gilið. Eilífsdalurinn er líka smekkfullur af ís, þannig að það er engin ástæða til að ganga frá klifurdótinu í bráð.

    Fréttum að Rísandi hefði kastað einum af sér í dag með nöturlegum afleiðingum. Ef e-r veit meira um málið væri fróðlegt að fá stutta skýrslu.

    Allez!

    Skabbi

    #52614
    Sissi
    Moderator

    Jibba, þetta var snilldardagur. Endalaust af stöffi þarna austan megin sem maður hefur ekkert verið að horfa á.

    Ekki skemmdi mega gott veður og góður félagsskapur fyrir. Dóri og Jón hressir. Mjöööög góður dagur á fjöllum.

    Væri líka gaman að fá skýrslu frá herdeildinni sem var þarna á páskalaugardaginn.

    Siz

    #52615
    1108755689
    Member

    Vonandi ekkert alvarlegt…

    #52616
    2109803509
    Member

    Það er ennþá allt fullt af ís fyrir norðan. Við Helga Björt skruppum í Kinnina í gær þar sem aðstæður voru eðal. Kláruðum leiðina sem er norðan við Sóðakjaft eða B7 sem mér skilst að Helgi Borg og félagi hafi klifrað fyrri hlutann af á árum áður skv. umræðu hér á vefnum um daginn.
    Fyrri spönnin fullir 60m af nokkuð jöfnu 4gr klifri en seinni spönnin auðveld 3gr. ca 50m.

    kv. Berglind

    #52617
    Siggi Tommi
    Participant

    Og hvað á barnið að heita?
    Þú verður nú að gefa stykkinu nafn… :)

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.