Samkvæmt myndaalbúmi fjölskyldunnar á mínu heimili er ekkert minna af ís í gljúfrunum þarna fyrir austan Klaustur. Gljúfrin eru ca. 60 metra djúp ef ekki hærri. T.d. Hörgsárgljúfur.
Söguhornið svona til gamans: Grafarfossinn á afmæli í dag, 24 ára kallinn. Fyrst farinn 20. des. 1980. Björn Vilhj. og Einar Steingrímss. Kallinn er vel á sig kominn en ekki var nú biðröð í hann um helgina. Eitthvað hefur greinilega breyst frá því á 9. áratugnum. En alltaf glæsileg og sígild ísleið.