Aðstæður til ísklifurs er ákaflega bágbornar og engan ís að hafa.
Það er mýgrútur af flottum fjöllum til að klífa eða skinna upp. Gaman er að rölta upp á Kerahnjúkinn eða Finninn á Ólafsfirði, Stólinn í Skíðadal, Strýtu eða Kerlingu á Akureyri (svo fá séu nefnd).
Við verðum nokkur út í Hvalvatnsfirði um páskana með plankana og ætlum að skíða niður eins mikið og við getum. Það eru flottar skíðaleiðir inn í Skíðadal og upp á Lágheiði á Ólafsf. Strýtuna og Kerlingu er einnig gaman að skíða niður.
Það er því af nógu að velja fyrir Norðan!!