Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísfestival – aðeins meira
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
7. January, 2004 at 17:02 #457040304724629Member
Ég er að velta nokkru fyrir mér varðandi ísfestivalið. ég skil ekki hvernig menn eiga að skrá sig á festivalið (nema nokkrir rugludallar) þegar ekki er kominn nein dagskrá og ekkert varðandi kostnað við gistingu eða mat. Þeir félagar mínir sem eru að velta fyrir sér að mæta, vilja ekki skrá sig nema þetta sé á hreinu. Verður þetta nánast allsherjar fyllerí eins og síðast í Öræfum með lítilli dagskrá, eða á að setja markið hærra með t.d. myndasýningum, tækniæfingum með okkar reyndustu ísmenn sem leiðbeinendur, sprelli og skemmtilegheitum ?
Kannski Batman mæti á svæðið…Eins verður að fá kostnaðinn á hreint áður en farið er að reka á eftir mönnum að skrá sig.
Þetta þarf að vera ansi gott ef maður á að leggja á sig 1.400 km ferðalag fyrir eina helgi…
kv
rok
8. January, 2004 at 09:37 #482720405614209ParticipantBlessaður Rúnar.
Ég er búinn að vera í sambandi við þau í Freysnesi/Hótel Skaftafelli. Við eigum pantað húsið þar sem svefnpokaplássið er – samtals 15 herbergi og 2 rúm í hverju herbergi. Svo er möguleiki að koma 3ja aðila á dýnu á gólfið. Samtals pláss er því fyrir 45 manns ef allir eru sáttir og sammála. Hinn kosturinn er að fá þá til að opna félagsheimilið og þá er hægt að koma fleiri fyrir. Staðarhaldarinn (Anna María) ætlaði að hugsa fyrir matseldinni og við ætluðum að vera í sambandi með það þegar einhverjar upplýsingar lægju fyrir um fjölda.
Það verður sett saman dagskrá og gott að fá þitt innlegg í umræðuna og tillögurnar. Ég skal lofa þér því að stjórnin mun vinna í málinu og setja saman veglega dagskrá.
Það væri fínt ef þú gætir bætt við skráninguna þína upplýsingum á textasvæðinu hvað þú áætlir að margir mæti að westan. Það verður þá hægt að vinna út frá þeirri tölu.
Bestu kveðjur
Halldór formaður8. January, 2004 at 16:03 #48273Páll SveinssonParticipantSíðasta öræfabúgí var virkilega skemtilegt þrátt fyrir veður, eldgos og vökunætur.
Við skulum reikna með að núna verði frábærar aðstæður, vægt frost, logn og tómir templarar sem mæta á svæðið.Ég er ekki vissum að það verði samt neitt skemtilegra eða eftirminnilegra þó allt fari á versta veg.
Palli
9. January, 2004 at 08:32 #48274AnonymousInactiveJá Rúnar minn það er ekki nema von að þið viljið hafa hlutina á hreinu þar sem þið þurfið að leggja á ykkur langt og strangt ferðalag til að komast á staðinn. Það er ennþá talsverður tími til stefnu og vonast menn til þess að úr veðri og aðstæðum rætist. Ef ísaðstæður verða frábærar verður erfitt að halda mönnum frá klifri(sem gætu séð um að vera leiðbeinendur). Kannski væri bara skemmtilegasta nýbreytnin að setja óreynda sem 3. mann í tveggja manna klifurhóp reyndra. Ég hef sjálfur lært mest af klifri á að klifra með góðum klifrurum og hef veri mjög heppinn þar. Þetta er nú samt hlutur sem verður að læra. Varðandi dagskrá þá eiga menn talsvert magn af video spólum sem hægt er að hafa í tækinu og engin ástæða til þess að dýrka bakkus of mikið þó gaman sé að hafa hann með í för. Mín skoðun er sú að ef vel gengur í klifrinu á daginn komi kvöldið af sjálfu sér og ekki sé þörf á skipulagðri kvöldvöku. Það er hins vegar alveg sjálfsögð krafa ykkar vestan manna að fyrir liggi áætlun um kostnað og mun stjórn ísalp vonandi leysa úr því sem fyrst.
ísklifurkveðjur Olli -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.