Múlafjall

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Múlafjall

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45652
    Stefán Örn
    Participant

    Ég, Siggi Skarp og Aadne hinn norski fórum síðla sunnudags eina leið í Múlafjalli. Það mun hafa verið á svipuðum stað og Örlygur og félagar fóru daginn áður (skv. Sigga). Reyndist það vera hin besta skemmtun. Þó nokkuð af ís en ansi stökkur.

    Sáum til Jóns Hauks og Guðmund Helga, sem voru að hætta þegar við vorum að byrja. Ætli þeir hafi ekki verið á leið í pönnsur.

    Hvað með laugardaginn??

    #49189

    Svo er alltaf gaman að sjá klifur á síðum blaðanna, alla vega er ein góð úr Múlafjalli á baksíðu moggans í dag.

    #49190
    1704704009
    Member

    Rúnar Pálmason fjallgöngublaðamaður tók myndina í blaðinu í gær. Hann var í liði með Ingvari Þórissyni og undirrituðum í stórskemmtilegri ísleið ca 3. gr. 25 m mjög vestarlega í Múlafj. hlíðinni.

    Félagar! Ef þið eigið myndir, ekki hika við að hafa samband við Moggann. Fjallgöngumyndir hafa svo áratugum skiptir verið velkomið efni í blaðinu. Svona enga feimni, látið þetta bara koma!

    Upp með efnið.

    P.S Setjið líka myndir inn á síður félaga. Páll Sveinsson og Friðjón eru með nýjar myndir á sínum síðum. Góðir!

    #49191
    2003793739
    Member

    Ég held að það hafi verið um 15 manns í Múlafjalli á laugardaginn 20.nóv við bestu aðstæður.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.