Sælt veri fólkið,
Langar að benda á tvö fín vídjó. Annað er frá því þegar Edu Marín tók “second ascent” á La Rambla [9a+, 5.15a] í Siurana (des., 2006) og hitt er af Chris Sharma taka “third ascent” á sömu leið, daginn eftir. Marín vidjóið sýnir leiðina vel og hversu löng og erfið hún er. Sharma vídjóið fókuserar meira á að sýna hvað Sharma er mikill foli.
Edu Marín: http://www.tvertical.com/index.php?con=video&id=58
Chris Sharma: http://en.petzl.com/petzl/frontoffice/Sport/static/Video/escalade/video/sharma_rambla.htm
Annars vorum við nokkur að koma úr þriggja vikna klifurferð á Spáni. Veðrið var ekki alveg að leika við okkur. Vorum tvær vikur í Siurana en flúðum svo suður til El Chorro seinustu vikuna í von um betra veður. Þar rigndi líka og hitinn var ekki mikill. En asskoti var þetta gaman þegar færi gáfust.
Eins og komið hefur fram, fór Robbi Anabolica (8a) í Siurana og var tekið vídjó af því og massi af myndum, svo það er aldrei að vita nema það verði gert opinbert einn daginn.