Ég, Robbi og Árni viðruðum okkur á sunnudaginn í ljósi komandi kuldaskeiðs og hækkandi sól.
Keyrðum Hvalfjörðinn og inn Brynjudalinn. Hvergi aðstæður, eins og við var að búast, en víða byrjað að frjósa.
Takmark dagsins var að líta á Hestgil í Brynjudalnum. Óhætt er að segja að leiðirnar þar eru flottar. Þrjár lænur, allar erfiðar að sjá, voru að myndast auk fossins sem grafið hefur gilið. Við létum því nægja að berja þetta augum og krossa fingur um að að frostið haldist. Enduðum daginn á að þurrtóla eilítið í velbröttum ca 40m háum klettahamrinum, sem er þarna í gilbotninum.
Veit til þess að eitthvað af þessu hefur verið klifrað en man ekki hvað, hvenær, hverjir og í hvaða Ísalp-riti þetta stendur skrifað.
Væri ekki úr vegi ef e-r myndi deila þessum upplýsingum.
Kveðjur,
Steppo