Íslands-/Heimsmeistari í ….

Home Forums Umræður Almennt Íslands-/Heimsmeistari í ….

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45554
    1709703309
    Member

    Sá sögulegi atburður átti sér stað á árshátíð ÍSALP að tröllið hann Jón Haukur vann stóladansinn. Þetta er spurning hvort hann þurfi ekki að fá sér hillu undir bikaranna sem hann hefur unnið þetta árið, en hann vann verðskuldað bikar á telemarkfestivalinu. Snillingurinn færir stoðir undir að “margur er knár ….”.

    Annars þá fór árshátíðin friðsamlega fram. Reynt var að elta sólina uppi í portinu og grillað úti. Þegar líða fór á kvöldið fór lýðurinn í hús og græjurnar blastaðar. Um 14 manns mættu, drukku, borðuðu, skemmtu sér við söng og spiluðu partýspilið í drykklangastund. Halli Argríms. spilaði hvern slagarann. Uppúr miðnætti var farið í bæinn og eftir það er óljóst hvað gerðist ….

    Þakka Jón Hauki, Kristjáni Guðna og Valla fyrir aðstoðina.

    Ekki missa af þessari gleði að ári.

    – Stebbi

    #48736
    0703784699
    Member

    Hann er þá kominn í harða samkeppni við ekki lakari menn en Fjölni Þorgríms um titilinn íslandsmeistari í íslandsmeistaratitlum….ekki amalegur hópur sem hann Jón Haukur er kominn í!!!!!

    Gaman að heyra að menn skemmtu sér…voru teknar myndir?

    Gimp

    #48737
    0808794749
    Member

    jeg tók víst einhverjar myndir. spurning hvort að maður eigi nokkuð að vera kíkja á þær. frekar sveittar held ég.
    byrjaði mjög fagmannlega með portrett af öllum en svo komst einhver púki í vélina (ljósmyndarann?) og myndirnar urðu svæsnari.
    kannski ég láti nokkrar myndir af hendi en þó aðeins ef ég mér er hampað sem sigurvegara í kvennaflokki stóladansins…þess má geta að hann jón haukur vann ekki á drengskapnum heldur skriðþunga, enda ægilegt tröll.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.