Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Myndir frá Ísklifurfestivali
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
20. February, 2006 at 09:24 #45551Ágúst Þór GunnlaugssonParticipant
Ég ætlaði bara að þakka fyrir helgina. Laugardagurinn var frábær og ekki var síðra á sunnudeginum.
Ég setti myndir frá báðum dögunum inná http://www.pbase.com/agustthor
20. February, 2006 at 09:41 #50284Siggi TommiParticipantSknilld. Góður dagur á laugardaginn alla vega.
Greinilega eitthvað fámennara á sunnudag og öllu hlýrra, eða hvað?
Alltaf gaman að klifra samt…20. February, 2006 at 11:45 #50285AnonymousInactiveJá við gömlu hundarnir eru enn að sleikja sárin(sem voru mjög fá) og nudda úr okkur mestu strengina(sem voru all nokkrir)
Takk fyrir frábæran dag.
Olli20. February, 2006 at 14:55 #502861306795609Member„Greinilega eitthvað fámennara á sunnudag og öllu hlýrra, eða hvað?“
Nei það var ekki hlýrra á sunnudeginum svo neinu nemi, snjóaði þurrum snjó við Súlurnar og ekki bráðnun í gangi. Hins vegar rigndi niðri í dal og því virka klifrarnir frekar slæptir á sunnudagsmyndunum. Þessi Eilífsdalur er greinilega algert fyrirbæri, heimavöllur íssins. Takk fyrir helgina.
20. February, 2006 at 15:08 #50287AnonymousInactiveÞað hefur nú oft verið gert grín af mér fyrir að aulýsa Eilífsdalinn um of í gegnum tíðina og er ekki laust við að maður fái smá uppreysn æru. Málið er að margir líta á Eilífsdalinn hornauga vegna snjóflóðahættu þar sem þessi staður er á venjulegum vetri(fyrir 1999) alger snjóakista. Ef snjóar eitthvað að ráði þarna eru menn sérstaklega beðnir að vara sig og halda sig algerlega frá öllum rásum og giljum. Annað er það sem hefur haldið mönnum frá dalnum er óþægilega langur gangur ef maður þarf að þramma inn allan dalinn.
Olli20. February, 2006 at 15:49 #50288Siggi TommiParticipantÞetta labb er nú stórlega ofmetið þó þetta sé nú ekki beint “roadside”.
Á góðum degi er maður ekki nema rétt um 1,5 tíma að labba þarna inn. 45mín inn að brekku og 45mín upp að leiðunum.
Menn hafa bara gott af því fyrir þá snilld sem þarna er oftast að finna.
Svo er jú oft hægt að príla þarna fram í apríl og jafnvel fram í maí á köldum dögum. Fórum bæði á sumardaginn fyrsta og á 1. maí fyrir 2 árum síðan.Vonum að þetta festival dragi fleiri í Dalinn en hingað til…
20. February, 2006 at 19:35 #50289AnonymousInactiveÉg klifraði þarna 6. maí fyrir all mörgum árum síðan þar sem ég og Tommi flæktumst í leið sem var óklifruð en komust ekki upp en var seinna klifruð og skýrð Þilið. Mig minnir að í fyrra eða fyrir tveimur árum hafi Tjaldið verið farið í annað skipti í krinum 1. maí þannig að klifurvertíðin er ansi löng ef menn nenna að labba. Með fullri virðingu finnst mér nú 2 tímar úr bíl ef maður labbar alla leið vera ansi rösklega farið en þessir ungu naglar eru ansi harðir.
Olli22. February, 2006 at 11:08 #50290SissiModeratorHenti inn á askinn líka. http://gallery.askur.org
22. February, 2006 at 11:42 #502910311783479MemberKlassa helgi og vel þess virði að rífa sig upp og fljúga frá Skotlandi. Ég og Andri ætluðum í skottúr í Kleifarfossinn í Þyrli á mán. en ekkert var þar og fórum í stað í göngutúr upp á fjallið.
Góðir dagar á fjöllum eins og spekingur nokkur komst að orði!
kveðja
Hallips. set eitthvað á http://gallery.askur.org við tækifæri
23. February, 2006 at 23:00 #502920703784699Memberjá það getur verið langt labbið inn Elífsdalinn….og langur dagur….en ef menn villast í Blikadal á heimleiðinni að þá fara nú KM að hrannast hratt upp til sælla minninga.
Gimp
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.