Í Múlafjallið hef ég aldrei komið en heyrt vel látið af svæðinu. Það var mikil upplifun fyrir óreyndan klifrara á borð við undirritaðan að kynnast svæðinu þarna á laugardaginn, ekki síst í fylgd með “fullorðnum”. Það er gaman að hlæja að því svona eftirá en líklega hef ég sjaldan fengið jafnduglega í hnén eins og þegar ég horfði á Olla brjótast í gegnum regnhlífar og þök – vitandi að það ætti síðan að tosa mann þarna upp. (Gerði kannski ekki alveg ráð fyrir að það yrði farið í svona erfitt – en jæja) Ég sem hef aldrei brotið 3. gr. múrinn, stóð nú þarna skjálfandi á beinunum og prumpandi og horfði upp í svimandi 4. gráðuna með aðkenni þeirrar 5. í efsta þakinu. Þegar ég hafði síðan klórað mig upp (án þess að detta ha ha) var ljóst að þetta var lítið skref fyrir klifuríþróttina, en risastórt skref fyrir mann persónulega. Fyrsta þakið mitt og allt maar. Kannast ekki allir við þessa tilfinningu?
En mórallinn með þessu Múlafjallsskeyti er sá að Ísalp er gott foreldri – maður hefði aldrei skellt sér þarna á eigin vegum. Bara takk fyrir FRÁBÆRAN dag Olli og hinir.
Örlygur.