Skarðsheiði

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skarðsheiði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45515
    Stefán Örn
    Participant

    Ég, Björk, Helgi og Hlynur skelltum okkur í sumarrennsli í norðanverðri Skarðsheiðinni á laugardaginn.

    Álitlegustu brekkurnar eru á milli Skessu- og Skarðshorns. Þar náðum við rúmlega 400m fallhæðarbrekku sem var skíðuð 2.5x. Lænurnar sem við skíðuðum er merktar sem niðurleiðir fyrir Skarðshornsklifur að mig minnir…í leiðarvísinum.

    Færið hart en brekkan engu að síður prýðileg.

    Ísþyrstir geta fengið sér göngutúr upp í Skarðshorn. Sáum glitta í gegnum skýin íslínur sem voru mjög girnilegar. Ekki kann ég leiðarvísinn utanbókar en þetta gætu verið leiðirnar Sóley/Dreyri….

    Þannig að Skarðsheiði er ennþá prýðilegur skíða- og klifurkostur.

    Sáum ekki ástandið á Skessuhorni v. skýja.

    Hils,
    Steppo

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.