Blessaðir.
Áin var meira og minna á ís og ég myndi reikna með að hún væri í sæmilegu göngufæri. Hvernig hún aftur verður núna í hlákunni get ég ekki sagt til um en reikna þó með að hún verði verri en hún var (skarplega ályktað). Það var samt eitthvað af götum á ísnum en þetta var meira og minna lagt.
Auðvitað var klifrað – til þess er nú leikurinn gerður. Við klfiruðum þarna á 4 stöðum (ég man aldrei hvað þessar leiðir heita frekar en veiðiflugurnar). Maður er samt í svoddan skítaformi að við smelltum upp ofanvað og tókum þetta með trompi og vorum svo í tækniæfingum.
Þetta var alveg skínandi fínt og verst að veðrið sé að gera okkur þennan grikk núna með hitabylgjunni.
Halldór