Tindfjalaskáli – Vítt Og Breitt…

Home Forums Umræður Almennt Tindfjalaskáli – Vítt Og Breitt…

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45467
    Karl
    Participant

    Minni á viðtal við Magga Hall á Gufunni 6.des.

    http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4328809/2

    Ég þakka góðan fund á miðvikudaginn og Skarpa fyrir skjóta fundargerð…

    Kalli

    #52033
    Skabbi
    Participant

    Ég vil þakka öllum þeim sem sóttu fundinn síðastliðið miðvikudagskvöld og vona að þeir geti verið sammála um að hann hafi farið vel fram og verið upplýsandi í alla staði. Einnig hvet ég alla þá sem hafa áhuga á málinu að renna yfir fundargerðina sem sett var inn á fréttasíðuna í gær og hlusta á viðtalið sem Góli og Kalli hafa bent á.

    Það kom fram á fundinum að ástand skálans hefur versnað mjög síðustu vikurnar. Nýlegar myndir sýndu að klæðning hafði fokið af hluta skálans og snjór átti greiða leið inn í skálann á amk. tveimur stöðum. Blessunarlega tóku vaskir menn að sér það verkefni að tjasla í skálann fyrir veturinn.

    Afstaða stjórnar er ennþá óbreitt, þ.e. hún telur framtíð skálans best tryggða hjá FÍ og verður tillaga um það lögð fram á næsta aðalfundi. Ég vek hinsvegar athygli á því að ef félagar innan klúbbsins, einn eða fleiri, telja sig geta tryggt varðveislu og viðhald skálans með öðrum hætti er þeim að sjálfsögðu frjálst að leggja gögn og tillögur þess efnis fyrir aðalfundinn. Aðalfundur Ísalp 2008 verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi.

    Allez!

    Skabbi

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.