Labb á Tröllaskaganum

Home Forums Umræður Almennt Labb á Tröllaskaganum

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45446
    0301793239
    Member

    Er einhver sem hefur gengið frá Glerárdalnum upp á Tröllafjall yfir á Kistu þaðan yfir á Strýtu(yfir Vindheimajökul, hvort að hann sé mikið sprunginn á þessum tíma árs) og svo niður Hlíðarfjall eða vica versa.
    Hvernig færðin er handa hinum almenna fjallgöngumanni á þessari leið, þ.e. hvort að þetta sé hægt án mikillar fyrirhafnar(annari en göngunnar sjálfar).

    #48900
    0704685149
    Member

    Nei þetta er ekki mikið mál. Jökulinn er ekki sprunginn. Mundi samt taka ísexi með svona til öryggis. En broddar ættu að vera alveg óþarfir.
    kv.
    Bassi

    #48901
    0301793239
    Member

    Þakka þér fyrir þetta Bassi, kíki þá á þetta um helgina!

    #48902
    Siggi Tommi
    Participant

    Fjallamannaþjónusta norðursins klikkar ekki hjá Bassa! :)
    Skjótari en skugginn að svara…

    #48903
    Anonymous
    Inactive

    Ég gekk öfuga leið í fyrra frá Skíðaskálanum upp á Strýtu og þaðan yfir á Kistu og svo yfir á Tröllafjall. Ég var ekki með mannbrodda né ísöxi og lenti aldrei í neinum vandrægðum. Milli Kistu og Tröllafjalls er hryggur með nokkrum smátindum og jökull á báða bóga en þið gangið aldrei á jökli þar nema þið farið til hliðar við hrygginn. Ég gekk þessa leið um 12 ágúst í fyrra og ættu að vera svona svipaðar aðstæður núna eins og þá þar sem veður hefur verið mjög hlýtt. Ég gekk frá Hlíðarhryggnum við hliðina á Hlíðarskálinni upp á fell(eða fjall) sem er þar fyrir innan sem er næsta fjall áður en maður kemur á Strýtu og þar var nánast eini jökulinn á leiðinni(sem maður gengur yfir) sem er partur af Vindheimajökli og gekk ég upp sléttan og ósprunginn jökulinn upp hlíðina utan í fjallinu og átti ekki í neinum erfiðleikum. Ég mæli með þessari leið hún er frábær með ótrúlegur útsýni og að líta yfir Bægisárdal og Bægisárjökul frá hryggnum milli Tröllafjalls og Kistu er alveg einstakt.
    Olli

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.