Var að fá hringingu frá Skabba, Bjögga og Gulla sem voru í Haukadal.
Þeir fóru í Skálargil og þar var flest nema Trommarinn vel bunkað og meira en t.d. á topo myndunum.
S.s. fullt af ís og um að gera að skella sér ef menn komast áður en hlánar aftur.
Síðan fóru víst Guðjón Snær, Olli og Palli í Austurárdal.
Þar var ekki jafn mikið af ís og í Haukadalnum en þó flestar línur klifranlegar. Minna en menn bjuggust við þó.
Fór enginn neitt styttra, t.d. í Esjuna eða Hvalfjörðinn?