Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifurleiðarvísar á netinu
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
1. February, 2009 at 00:32 #45367Siggi TommiParticipant
Fékk fyrirspurn í dag um fyrirhugaðan ísklifurleiðarvísi fyrir Breiðdalinn. Við Robbi vorum komnir með einhver drög að þessu í fyrravetur en það var aldrei klárað…
…fyrr en nú.Ég s.s. kláraði fyrstu drög að þessu og henti á netið ásamt fyrstu drögum að Mýrarhyrnuleiðarvísinum hans Robba. Þetta eru engan veginn endanlegir leiðarvísar en vel brúklegir þar til þessi vinna er kláruð.
Þetta ásamt öðru sem við höfum smíðað (Kaldakinn, Munkinn, Stardalur, Gerðuberg) er að finna á:
http://www.simnet.is/siggitom/klifur/Auglýsi eftir betri yfirlitsmynd yfir Pálskletta í Breiðdal og myndrænum lýsingum af hver leiðirnar þar liggja. Einnig vantar nöfn á slatta af leiðum og eru frumfarendur beðnir að senda upplýsingar á hraundrangi (hjá) gmail.com ef þeir vilja koma þessu í almennilegt horf.
2. February, 2009 at 10:13 #536942806763069MemberFrábært. Þið eruð dugnaðar forkar (svona þar sem engin annar er að segja neitt).
Ég var annars að horfa á gráðurnar þarna. Það er slatti af M-leiðum sem þið (Siggi/robertino) hafið klifrað og ég er dáldið að velta fyrir mér gráðunum á leiðunum í Tvíburagilinu. Eru þetta samsvarandi erfiðleikar?
Það væri fínt ef við næðum að tækla þessar M-gráður almennilega svo við lendum ekki aftur í þessu P5 = Í6 = WI?? dæmi!
Svo er hér ein fyrir hann Einar Rúnar, hvað er að frétta úr Öræfunum? Einhver ís?
Þeir voru jú ófáir sem settu Öræfin á stefnuskrána fyrir veturinn og hafa örugglega áhuga á að vita hvernig staðan er!Hvað með snjóalög, hægt að taka 2000m og enda niður í bíl?
Kv.
Softarinn (líka með stórum staf)3. February, 2009 at 00:24 #53695RobbiParticipantÞetta er soldið eins og að finna upp hjólið. Það eru svo fáar leiðir í þessum dúr hérna heima.
M-gráðurnar í Breiðdalnum voru miðaðar út frá Scottish leader og Pabbaleiðinni í Múlafjalli. Svo reyndi ég eitthvað að bera það saman við leiðir sem ég klifraði í Noregi. Ef við berum Ólympíska við Pabbaleiðina þá er ólym… erfiðari. Ég myndi segja að M7 væri ekki svo fjarri lagi. Mér finnst samt eins og Drög að sjálfsmorðum (M7) í Breiðdalnum væri erfiðari. Klettakaflinn var lengri og ísinn brattari. Það þurfa bara fleiri að prófa þetta.
Hér er ágæt viðmiðun frá Will Gadd, hann ætti að kunna eitthvað í þessu :
http://www.gravsports.com/Gadfly%20Pages/gadfly20052.htmRobbi
3. February, 2009 at 11:45 #53696Siggi TommiParticipantDrög að sjálfsmorði var klárlega erfiðari (miklu lengri, meira pumpandi og alla vega jafn teknísk) en Ólympíska sem aftur er eitthvað erfiðari en Krókódílamaðurinn, sem við settum á M6. Það hafa núna fjölmargir punkast í Ólympíska en ekki haft árangur sem erfiði svo hún hlýtur að vera eitthvað meira en M5 eða M6.
Robbi fór Sjálfsmorðið í annarri og ég í fjórðu og ekki er ég neitt mixtröll svo mér fannst M8 alltént of hátt á hana á sínum tíma (þó ég viti ekkert hversu erfitt M8 ætti að vera…). Ólympíska fór ég í þriðju, hefði farið í annarri hefði öxi ekki poppað af kanti. Enginn hefur onsightað hana svo ég viti.
Ég ætla því að leyfa mér að halda því fram að Sjálfsmorðið sé erfið M7 og Ólympíska létt M7.Verst að það vantar ítarlegri greiningu á þessum <M8 leiðum hjá Gadd. Annars fínt yfirlit en frekar spasstískt að bera svona saman við klettaklifur. Ég klifra létt 5.10 í grjóti en þarf að hafa mikið fyrir M7. En ef ég klifraði jafn mikið mix og ég búldera og sportklifra, þá þætti mér eflaust meira að marka þessa töflu hjá kallinum.
En þar sem reynslan af mixi erlendis frá er afar takmörkuð hjá núverandi kynslóð, þá verða þetta alltaf eitthvað heimatilbúnar gráður en vonandi ekki alveg út úr korti. Held að þetta sé í ágætis farvegi.
Gamanaðessu.
3. February, 2009 at 12:52 #53697ABParticipantFrábært framtak hjá ykkur, Siggi og Robbi. Þið eruð að vinna nauðsynlega en vanþakkláta vinnu.
Ég hef ekki margt um gráðurnar að segja. Ef eitthvað er að marka töflur sem bera saman erfiðleika kletta- og mixleiða þá myndi ég halda að Ólympíska félagið sé örugglega M7. Mér finnst erfiðleikarnir í þeirri leið samsvara erfiðri 5.10 klettaleið. Drög að sjálfsmorði er erfiðari og er þá kannski M8.
Hver veit?
Eitt er víst: Okkur er mun hættara við því að undirgráða en ofgráða. Reynslan úr ísklifrinu sýnir það.
Kveðja,
AB
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.