Tindfjallamál

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallamál

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45349
    Freyr Ingi
    Participant

    Margar góðar hugmyndir hafa hér litið dagsins ljós og aðrar verri, alltént er hér örugglega mesti áhugi skálamál sem sést hefur í háa herrans…

    -Staðreyndir:

    -Tindfjallaskáli er gamall og lúinn og þarfnast viðhalds ef hann á að tóra eitthvað lengur.

    -Hingað til hefur lítið farið fyrir áhuga félagsmanna Ísalp til að sinna skálamálum.

    -Ísalp leytaði til FÍ með hugmyndir um samstarf við uppbyggingu skálans.

    -FÍ segist frekar hafa áhuga á að taka yfir skálann og vinna að uppbyggingu sjálfir.

    -FÍ vill gera upp skálann í upprunalegri mynd og friða, enda líta þeir á skálann fyrst og fremst sem sögulegar minjar. Þannig hefur F.Í. nýlega endurgert fyrsta skála félagsins í Hvítárnesi.

    -FÍ er ekki að fara út í massatúrisma eða uppbyggingu skíðahótels í Tindfjöllum.

    -Þar sem viðhald og vinna við slíka útgerð kostar óhjákvæmilega þónokkrar krónur var það ósk FÍ að verðinu væri stillt í hóf. 500.000 kr. varð því einhvers konar lending í óformlegum þreifingum okkar á milli.

    -Fjallamenn sem á sínum tíma byggðu skálann voru deild innan FÍ. Eftir að Fjallamenn lognast út af er skálanum og rekstri hans komið yfir á hinn nýstofnaða Alpaklúbb (Ísalp).

    -FÍ hefur því mögulega köllun til skálans sem síns eignar en mun ekki gera það heldur viðurkenna skálann sem eign Ísalp. Það er því bæði hægt að skilja það svo að verðið sem fæst fyrir skálann sé gjöf frá FÍ til Ísalp (vegna mögulegs réttar FÍ á skálanum) og á hinn veginn að skálinn sé gjöf frá Ísalp til FÍ (vegna mögulegra verðmæta sem felast í hefðarréttinum sem fylgir húsinu).

    -Ef að kosningar fara á þann veg að stjórn Ísalp fær ekki leyfi félagsmanna til að halda viðræðum um sölu Tindfjallaskála áfram við FÍ verður það að sjálfsögðu góðkennt. Að því gefnu væntir stjórn Ísalp annarra úrlausna frá skálaefnd sem verður endurvakin strax sama kvöld.

    -Á félagsfundinum verður ekki kosið um að afleggja Ísalp. Það þarf að gerast á aðalfundi eins og stendur í lögum félagsins. Í lögum félagsins stendur ekkert um hvernig staðið skuli að sölu á fasteignum. Hins vegar stendur þar að verði klúbburinn lagður niður eigi eigur hans að fara í vörslu og umsjón F.Í. þar til klúbburinn eða annar sambærilegur er endurvakinn.

    -Varðandi utankjörstaðaratkvæðagreiðslu og kjörgengi. Í lögum er ekkert fjallað um utankjörstaðaratkvæði. Lagabreytingar fara fram á aðalfundum og er því möguleiki á að bæta klausu um það á næsta aðalfundi. Eins ber að geta þess að kjörgengir eru þeir sem greitt hafa árgjaldið.

    Kv,
    Freysi

    #51983
    1308653809
    Member

    Ég hef lesið umræður hér á vefnum um Tindfjallaskálan og finnst gott að sjá hversu líflegar þær eru. Þó verða menn að gæta þess að vera málefnalegir.

    Ég er sjálfur einn af þeim sem fór mína fyrstu fjallaferð í Tindfjöll með gistingu í þessu húsi og á þaðan margar minningar úr mörgum ferðum.

    Enginn deilir um að þetta er ákaflega skemmtilegt svæði til skíða og fjallamennsku.

    Mér finnst að við eigum að stíga hægt til jarðar í þessu máli. Ef selja á húsið er e.t.v. einhver sem vill greiða hærra verð?
    Er til hópur félaga sem vill taka húsið í fóstur eða jafnvel gera samning við ÍSALP líkan þeim sem Útivist hefur gert við Skaftárhrepp? Þeir samningar fela í sér að Útivist hefur fengið full yfirráð yfir nokkrum skálum í ca 15 ár gegn því að taka þá í gegn. Þannig fær Útivist einnig allar tekjur af húsunum á þeim tíma.

    FÍ er að mörguleyti gott félag en mér hefur þó ekki verið að skapi miklar verðhækkanir á gistingu á síðustu árum. Hver verða kjör ÍSALP félaga eftir sölu hússins til FÍ?

    Ég tek undir að það er boðað til fundar með litlum fyrirvara og finnst að svona stórt mál eigi að fá lengri tíma til umhugsunar.
    Þarf ekki aðalfundur að samþykkja að selja eigur félagsins?

    Hvað varðar utankjörfundaratkvæði þá hafa þau ekki tíðkast í félögum á borð við ÍSALP. Hinsvegar hafa menn rétt á því að gefa umboð til einhvers sem verður á fundinum, nema að lög ÍSALP segi annað. (Þannig er t.d. fjöldi umboða takmarkaður við eitt per fundarmann í lögum FBSR).

    kv

    Einar Torfi

    #51984
    2008633059
    Member

    Flott umræða sem líka tengist fyrra spjalli hér á vefnum um tilgang og hlutverk ÍSALP.

    En svona horfir þetta mál við mér:

    ÍSALP á og hefur í sinni umsjón tvo fjallaskála (segjum kannski frekar tvo fjallakofa). Núna eru tveir valkostir sem við félagsmenn stöndum frammi fyrir:

    (1) Ákveða að rekstur fjallaskála SÉ verkefni félagsins.

    Ef það er niðurstaðan þá gerum við þetta vel – eða er það ekki? Því að með því að sinna þessu verkefni illa eða ekki neitt þá erum við einfaldlega að ákveða að báðir skálar félagsins haldi áfram að grotna niður, fáum til gagns og félaginu til lítils sóma.

    Það er auðvitað ekkert “hardcore” við það að reka skála á hálendinu – en það kostar hins vegar peninga og vinnu okkar félagsmanna. Þetta þýðir líka að með því að vera félagi í ÍSALP þá ertu um leið að skuldbinda þig til að leggja þitt af mörkum í það verkefni – les vinnuferðir, fjárútlát og styrkjabetl. Svona skálar eru nefnilega ekki bara reknir fyrir tilfinningasemi og nostalgíufíling. Mér finnst það samt talandi dæmi um áhugann á þessu verkefni ÍSALP hvað lítið hefur þokast síðustu árin og þá ekki síður að eftir að tillaga stjórnar um söluna kom fram þá hefur bara einn einasti einstaklingur boðist til að leggja fram sína vinnu!

    (2) Ákveða að rekstur fjallaskála SÉ EKKI verkefni félagsins.

    Ef rekstur fjallaskála er ekki það sem við viljum eða getum beint okkar kröfum að þá einfaldlega ákveðum við að hætta þessu verkefni. Þarf það að vera eitthvað slæmt? Er þetta ekki bara dæmi um að ákveða hver sé okkar kjarnastarfsemi – (hard) core business! Er annars eitthvað varið í það að eiga niðurnídda skúra uppi á fjöllum?

    Ef þetta er niðurstaða – auðvitaða að vel athuguðu máli – þá komum við verkefninu í hendur þeirra sem við treystum best fyrir því (eða höldum flotta áramótabrennu!). Þarna koma að mér finnst tveir aðilar til greina:

    Ferðafélag Íslands en þess má geta að fyrr á þessu ári keypti félagið gamlan skála á Fimmvörðuhálsi, Baldsvinsskála, sem á sínum tíma var reistur af Flugbjörgunarsveitinni á Skógum en hafði vegna vanrækslu síðari árin grotnað niður (er því uppnefndur Fúkki af mörgum!). Veit svo sem ekkert meira um hvaða áform FÍ hefur um endurreisn á skálanum, í það minnsta hefur lítið komið fram um það opinberlega eftir fréttina um kaupin á sínum tíma (www.fi.is/forsida/frettasida/nr/665/).

    Einnig fimmst mér vel koma til grein að ræða málið við Útivist. Þeir tóku nefnilega yfir gamlan skála Fjallamanna á hálsinum og endurreisti hann af miklum myndarskap árin 1990-91. Að endurreisa er þó kannski ofsagt því í raun og veru var sá gamli alveg rifinn og nýr skáli byggður við hliðina. Mjög fróðlegar myndir á:

    http://www.utivist.is/skalar/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=0&cat_id=1129&ew_0_a_id=134

    Mín tillaga er þessi:

    Fundurinn þann 5. des. sé vettvangur til að ræða málin betur en að öllum ákvörðunum sé fresta til aðalfundar, væntanlega í febrúar 2008. Tíminn þangað til verði notaður til að kanna betur hug félagsmanna til skálareksturs félagsins og hvaða grundvöllur sé raunverulega til að halda honum áfram. Ákvörðun um framhaldið, skálarekstur sem stendur undir nafni eða að öðrum kosti ráðstöfun skálanna til annarra, verði frestað til aðalfundar.

    kveðja,
    JLB

    #51985
    1308653809
    Member

    Ég er sammála Jóni Lofti um að ræða málið en fresta ákvörðun til aðalfundar.

    Jafnframt að það er annaðhvort að reka skála félagsins vel eða hætta því.

    Ef hætta á rekstri skála má skoða með opnum hug hverjum við seljum húsin og á hvaða verði.

    kv

    Einar

    #51986
    Karl
    Participant

    Ég hef ekki áhuga á umfangsmiklum endurbótum á Tindfjallaskála. Slíkar endurbætur eru óheyrilega tímafrekar og það að vinna slík verkefni á fjöllum margfaldar fyrirhöfnina. Það þarf hinsvegar að vinna brýnasta viðhald.

    Ég hef ekki áhuga á því að Alpaklúbburinn fari á nostalgíutripp sem gengur út á það að endurgera skálann í upprunalegt horf. Við vitum öll hvernig Ísaxir litu út um 1950. Slíkar axir eru stofustáss og hafa söfnunargildi en eru einfaldlega ekki á fjöllum lengur.
    Ég hef fullan skilning á minjavernd en það er ekki okkar hlutverk að reka minjasafn á fjöllum

    Það að fjallaskálar séu opnir og notendur greiði gistináttagjald er kerfi sem gengur ekki upp. Viðurkenningin á þessu er augljós, -Í dag eru allir skálar læstir, nema stóru skálarnir að sumri þegar rukkað er við innganginn.
    EF klúbburinn ætlar að gera út góðann skála í Tindfjöllum, þá verður að huga að því hvernig hann er leigður út:

    -…….Byggður verði nýr skáli í sömu mynd og sá gamli.
    Skálinn verð byggður og fullgerður í Reykjavík og fluttur tilbúinn á staðinn.
    Skálinn verði leigður félagsmönnum á föstu verði. Ef við byggjum vistlegann skála má ætla að hann sé bókaður 20 helgar á ári. Helgarleiga þarf því að vera á bilinu 15-20.000 til að skálinn reki sig sjálfur til framtíðar. Einnig má fara milliveg og hafa e-h “lyklagjald” sem væri föst upphæð og að auki komi hausagjald.

    Hugleiðingar um FÍ
    Ég henti í hálfkæringi fram hugmyndinni um að leggja ísalp niður og ganga í staðinn í FÍ. Sú umræða fór að sjálfsögðu út um víðann völl.
    En er nokkuð óeðlilegt að hugleiða það að gerast deild í “ferðafélagi reykjavíkur” Það félag kallast eins og allir vita Ferðafélag Íslands.
    Í Alpalöndunum eru það sk. Alpaklúbbar sem hafa á hendi þá starfsemi sem fyrirfinnst hjá Ísalp og FÍ í dag. Ég geri mér grein fyrir því að í dag er FÍ fyrst og fremst ferðaskrifstofa og stór aðili í gistiþjónustu á Íslandi og áherslur ekki í takt við Ísalp. Félagsstarfsemi FÍ hefur liðið fyrir þennann þátt starfseminnar og meðalaldur félagsmanna orðinn Ískyggilega hár. En fyrr eða síðar verður FÍ að fara sömu leið og systurfélögin í Ölpunum; að skilja að sölu á ferðum og gistiþjónustu frá almennri félagsstarfsemi.
    Það gæti verið áhugavert fyrir Ísalp að vera aðili að slíkum samtökum. Ég er alls ekki að mælast til þess að klúbburinn verði lagður niður. Kostir við félagssamstarf við FÍ eru þeir sömu og tíundaðir hafa verið um skálasöluna. Ég minni á að Tindfjallaskáli var byggður af Fjallamönnum sem voru deild í FÍ.
    Nú er t.a.m. vinna framundan við að finna klúbbnum nýtt húsnæði og væri henni etv betur varið til að efla festivöl og gera þau alþjóðlegri…

    Ég vil þakka stjórn fyrir viðhorfskönnunina og að opna umræðuna um skálamálin. Við tökum engar ákvarðanir á miðvikudaginn en umræðan er mjög nauðsynleg.

    Kalli

    #51987
    0702546039
    Member

    Tindfjallaskáli þarfnast viðhalds. Best er að afhenda F.Í. skálann enda stendur í lögum klúbbsins að ef starfsemi félagsins sé lagður niður eigi að afhenda F.Í. skála félagsins til varðveislu. Núverandi virkir félagar hafa nánast hætt að fara í Tindjöllinn og liggur því við að afhenda F.Í. skálann til varðveislu. ´

    Síðan stendur í lögunum að ef starfsemin sé endurvakinn þá megi ´”klúbburinn” fá skálann til baka.

    Hvað ætlar klúbburinn að gera við kr.500,000? Byggja nýjan klifurvegg!! Og verða síðan hent útúr því húsnæði eftir nokkur ár!! Þá er illa farið með “Tindfjallaskálann.

    Ef ég ætti hálfa miljón myndi ég hiklaust kaupa skálann, enda fengist ekki leyfi til að byggja nýjan skála á þessu svæði og er því staðsetningin gríðalega verðmikill fyrir F.Í.

    Það mætti líka leggja til að nýr skáli yrði smíðaður í bænum, alveg eins og sá gamli og fluttur uppeftir og sett á gamla grunninn. Þá ertu kominn með nýjan og góðan Tindfjallaskála.

    Það hefur líka heyrst að einstaklingar í F.Í. ætla að gera Tindfjallaskála að sínum “einka” skála.

    Styð þá hugmynd að aðalfundur ákveði endanlega hvað verði gert við Tindfjallaskála.

    GuðjónÓ.

    #51988
    Björk
    Participant

    Já skálinn þarfnast viðhalds það er á hreinu. En að virkir félagar séu nánast hættir að fara í Tindfjöllin er einfaldlega ekki rétt!

    #51989
    Goli
    Member

    Bendi á viðtal við Magnús Hallgrímsson á Rás 1 fyrr í dag:

    http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4328809

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.