- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
29. January, 2004 at 13:40 #45326ÓlafurParticipant
Spurning hvort þessi fari í flokk með últra klassíkerum eins og The Eiger Sanction og Cliffhanger ….
http://www.apple.com/trailers/independent/touching_the_void.html
…eða hvort hún floppar eins og K2 og Vertical Limit.
Nú bíður maður bara spenntur.Kveðjur úr sófanum
29. January, 2004 at 15:01 #483632806763069MemberHann Hjalti sá þessa ræmu í Englandi fyrir jól og hefur ekki þorað að príla ís síðan þá, hvað þá fara á önnur fjöll en Esjuna.
Með öðrum orðum sagt: Þessi mynd rockar víst helv. feit!
Gaman væri að sjá hana á klakanum en ég er ekki viss um að bíóin séu að reyna að ná í hana svona af sjálfstáðum.
29. January, 2004 at 15:15 #483640309673729ParticipantSpurning hvort stjórn Ísalp ætti að hafa samband við bíóin og mæla með að myndin verði tekin til sýningar. Hugsanleg gæti Ísalp komið óbeint að kynningunni, sem þá mundi nýtast til að kynna klúbbinn í leiðinni. — og þá gengur alveg örugglega enginn í klúbbinn eftir að hafa séð myndina!
kveðja
Helgi Borg29. January, 2004 at 15:39 #48365ÓlafurParticipantÞetta er víst drama/documentary. Þ.e. nokkurs konar heimildarmynd. Fer greinilega af henni gott orðspor.
Eftir smá vefráp er ekki að sjá að íslensku kvikmyndahúsin séu með myndina á dagskrá á næstunni.
Er ekki réttast að hringja í Jóa og fá hann til að halda smá ræðu fyrir myndina og draga svo kallinn á ísfestival. Þá verður amk einhver á staðnum til að halda uppi almennum drykkjulátum að breskum sið (dúllarinn og styrmir eru amk ekki búnir að skrá sig enn). Eftir umræðuna hér á þráðunum fer maður að óttast að þetta verði e.k. templara-hallelúja samkoma.
29. January, 2004 at 17:45 #483660310783509MemberJamm jamm spjallaði við kauða hérna fyrir nokkru og samkvæmt mínum heimildum er Jói hættur fjallaferðum að öllu og fer aðeins einstökusinnum að klifra ís til að hræða úr sér líftóruna eins og hann orðaði það… með öðrum orðum þá væri tilvalið að fá hann á festivalið.
Einar Ísfeld
30. January, 2004 at 00:22 #483672401754289MemberHaettur og ekki haettur…hann mynnir mig a eiturlyfjafikilinn i Trainspoting (Renton) thar sem hann haetti en aetlar samt ad fa sidasta skammtinn!!!! Joi aetlar nefninlega ad klifra Eigerinn (North face of course…) svona sem sidast klifur!
Er thad ekki merki um fikn?freon
30. January, 2004 at 13:11 #48368Siggi TommiParticipantMér finnst nú heldur að snilldarmyndinni K2 vegið með því að bera hana saman við Vertical Limit!
Auðvitað er K2 ekki fullkomin mynd en er þó að mörgu leyti fjandi góð og stórgóð skemmtun, drama og spenna í boði.
Vertical Limit aftur á móti var ekkert nema ömurleg í alla staði (flottar fjallamyndir reyndar) og ótrúlegt að höfðingi eins og Ed Viesteurs leggi nafn sitt við slíkan ósóma (greinilegt að allt er falt fyrir rétt verð…).
Enough said!30. January, 2004 at 14:30 #48369Páll SveinssonParticipantNú er komið fínt efni í video kvöld hjá klúbbnum.
palli
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.