Klifurfestival 2003 er viðburður sem margir hafa beðið eftir og verður það haldið á Hnappavöllum um næstu helgi(11.-13. júlí).
Farið verður úr bænum á einkabílum og slegið upp tjaldbúðum á tjaldstæðinu við Hnappavallahamra.
Dagskráin yfir helgina verður með hefðbundnu sniði.
Föstudagur:
Keyrt austu – uppsetning tjalda.
Laugardagur:
Morgunmatur – Klifur – Hádegismatur – Klifur – Kaffi – Klifur – Grill.
Sunnudagur:
Morgunmatur – Klifur – Hádegismatur – Klifur – Kaffi – Klifur – Keyrt í bæinn
Þessi helgi er sérstaklega hugsuð fyrir hina nýju kynslóð klifurfólks sem hefur verið sívaxandi í vetur og eru allir velkomnir.
Þeim sem vantar far austur, upplýsingar um staðsetningu eða aðrar upplýsingar geta hringt í mig 895-2250.
Ég biðst afsökunar á því hve seint þetta kemur. Veðurspáin fyrir helgina var slæm fyrr í vikunni en reynslumiklir menn segja að það ætti að vera í lagi.
Sjáumst á Hnappavöllum
Fyrir hönd Klifurhússins
Halli