Sá fyrir hreina tilviljun að út er komin bókin “Ferðamennska” eftir Jón Gauta nokkurn Jónsson. Eftir fyrstu skoðun sýnist mér að bókin sé ekki skrifuð af algeru kunnáttuleysi á efninu, enda þótt kaflinn um kamarholur og persónulegan þrifnað hefði mátt vera ítarlegri og e.t.v. taka betur mið af vetraraðstæðum. Þetta má hugsanlega bæta við 2. útgáfu ritsins.
Að öðru leyti sýndist mér margt koma fram í bókinni sem jafnvel gamlir refir og tófur til fjalla gætu grætt á. Þetta hlýtur a.m.k. teljast skyldulesning fyrir þá sem eru í einhvers konar leiðsögn og túrisma. Kaflinn um þverun straumvatna er t.d. lærdómsríkur.
Ég hvet Ísalpara til að kaupa/kynna sér gripinn og koma miskunarlausri bókmenntagagnrýni sinni á framfæri hér á umræðusíðunni.
Kv. SM