Ég var í Miðdal í Tindfjöllum í maí sl. og þá tjáði mér Logi Magnússon einn eigenda þar að Tindfjallaskálinn (ísalp-skálinn) væri 60.ára á árinu. Í framhaldi af þessu langaði mig velta því upp við stjórn og félaga hvort það ætti ekki að halda upp á þessi tímamót?
Veita duglega af digrum sjóðum ísalp til viðhalds :o) og efna svo til vinnuferðar þar sem smiðum sem hanlöngurum væri boðið í grill…
Hvað segja menn um þetta, er viss um að Valli og félagar í skálanefnd tækju fegins hendi á móti vöskum framkvæmdamönnum og -konum.
-kv.
Halli