Fyrsta grjótglímumót vetrarins.

Home Forums Umræður Klettaklifur Fyrsta grjótglímumót vetrarins.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45171
    2005774349
    Member

    Búið var að setja upp 20 þrautir þegar þátttakendur mættu.
    Þátttakendur höfðu tvær klukkustundir til þess að leysa úr þrautunum.

    Þrautirnar voru settar upp af þrautakrúi KH, Valdimari Björnssyni, Kristínu Mörthu Hákonardóttur og HRG ÚA.

    Úrslitin úr fyrsta hluta af fimm í grjótglímumótum vetrarins í Klifurhúsinu urðu þessi:

    Kvennaflokkur yngri en 16 ára, fyrsta sæti Aníta Elvarsdóttir.

    Kvennaflokkur 16-39, Elísabet Birgisdóttir fyrsta sæti, Stefanía annað sæti, Ása Sóley Svavarsdóttir þriðja sæti.

    Karlaflokkur undir 16 ára, Kristján Þór Björnsson fyrsta sæti, Andri Már Johnsson annað sæti, Sigvaldi þriðja sæti.

    Karlaflokkur 16-39 ára, Björn Baldursson fyrsta sæti, Kjartan B. Björnsson annað sæti, Hjalti Andrésson þriðja sæti.

    Karlaflokkur 40+ára, Þorvaldur V. Þórsson fyrsta sæti, Páll Sveinsson annað sæti.

    Alls voru 46 þáttakendur sem spreyttu sig og stóðu allir sig vel.
    Mér gaman að sjá hvað margir nýjir klifrarar hafa bæst í hópinn sem eru sprækir.

    Ég vil þakka þrautakrúi KH fyrir leiðirnar, Nikita fyrir verðlaunin í kvennaflokki og keppendum fyrir gott mót.

    Bestu kveðjur,
    Hjalti Rafn.

    #48985
    Hrappur
    Member

    BÖ ú á alla komst ekki núna Vegna vinnu kemst vonandi næst.
    Gamman að sjá mettnað fyrir hönd klifurhúsins (fyrsta mót af 5!!)
    Til hamingju allir.
    Ps Verður kept í hraða næst? ;)

    #48986
    2003793739
    Member

    Ég vil þakka Hjalta fyrir glæsilegt mót með góðum probbum.

    Vel útfært og skrúfuðu fótatökin eru algjör snilld.

    Kv
    Halli

    #48987
    2005774349
    Member

    Á næsta móti er fyrirhugað að keppt verði í fallhraða.
    Það gæti orðið æsispennandi.

    Þökkum Kristínu Mörthu fyrir lúmskustu þrautina sem reyndist þeim bestu ódeigur ljár í þúfu (þungu hlassi?) og Valda fyrir margar svalar þrautir.

    Ogogog Tóta Smið og og …….

    ÚA

    #48988
    Björk
    Participant

    Hae
    voru engar myndir teknar af motinu?

    #48989
    2005774349
    Member

    Myndir af mótinu eru inni á :

    http://www.klifurhusid.is

    Listi yfir “gráðun” keppnisleiða verður komin upp í KH(Klifurhúsinu) fyrir vikulok.
    Leiðirnar verða óbreyttar fram að næsta móti í nóvember.
    Einnig munu nýjar leiðir bætast í hópinn smátt og smátt.

    Hjalti.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.