Plataði Skabba með mér í snemmmorguns klifur í Stardalnum í gær. Hann og Bjöggi fóru í skottúr þangað fyrir mánuði síðan en annars hefur lítið heyrst af heimsóknum uppeftir það sem af er árinu.
Var prílið hið yndislegasta þrátt fyrir smá golu og sólarleysi framan af. Þegar leið á var komin brakandi blíða, logn að mestu og guli hnötturinn glóandi. Náðum við að hrista úr okkur vetrarskrekkinn í fyrstu leið og var hausinn í góðum gír eftir það.
Bjöggi mætti svo og jónaði okkur í fjórðu leið dagsins og tók við þegar ég yfirgaf staðinn upp úr hádegi.
Líkt og yfirleitt áður vorum við einir um þessar 80 leiðir sem eru í boði og því biðraðir ekki vandamál þennan daginn.
Leiðir sem voru farnar:
Stúkan, Hvíslarinn, Leikhúsgryfjan, Klassísk 5.8, 7-up + eitthvað meira eftir að ég fór…
Alltaf gaman í Stardal! Leiðinlegt hvað menn eru latir við að fara uppeftir.