Afrakstur sumarsins

Home Forums Umræður Almennt Afrakstur sumarsins

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45106
    2806763069
    Member

    Hvernig fór þetta sumar?

    Var engin leiðangur til útlanda, að undanskildum Leifi heppna á Denali með félaga?

    Hvernig fór klifursumarið? Frá Skaftafelli var ekki annað að sjá en menn hefðu getað klifrað þar upp á nánast hvern einasta dag.
    Hverjir komu sterkir inn?
    Hverjir gerðu skandal?
    Hvernig gekk ungu klifurhússtrákunum?

    Einhverjar nýjar leiðir? Vitum þegar af Vestrahorninu.

    Slys, einhver falinn klifurslys?

    Það er alltaf gaman að fá smá fréttir til að lesa í vinnunni!

    Annars er Þjóðgarðurinn að teygja sig yfir að Hornafirði, hefur einhver kannað stöðuna á Vestrahorni eða Hnappavöllum þegar til stækkunar kemur. Verður Ragnar Frank farinn að rukka inn tjaldstæði á Hnappó og banna boltun?

    #48936
    2806763069
    Member

    Minni á að Ísalp setti það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í boltasjóðnum að þeir sem nýttu hann skráðu leiðina með fullnægjandi leiðarlýsingu (mynd) inn á nýskráningu leiða.

    Þeir taki það til sín sem eiga það!

    Minni einnig á að boltasjóðurinn er einnig fyrir ísklifrara og að haustið er tilvalinn tími til að undirbúa veturinn!

    Boltastjórinn.

    #48937
    Hrappur
    Member

    já já já
    er að vinna í þessu.

    #48938
    2704735479
    Member

    séð frá mínu tjaldi á hnappavöllum (þar sem enn er sumar):
    talsvert af nýju fólki var að klifra í sumar. nokkrir kíktu oftar en einu sinni. palli halldórsson mætti oft og tók hina og þessa með sér, það voru tvær stelpur sem mættu oftar en einu sinni og tveir fimleikastrákar úr hafnafirði. robbi kom og klifraði fullt af leiðum (frétti að hann hefði flassað eða onsædað eitthvað erfitt í vatnsdal), benjamin þýski klifraði fullt með kjartani, og svo örugglega miklu fleiri.

    hmmmmmmmmm kjartan klifraði leikið á alls oddi (5.12a), valdi og hjalti endurtóku hamskiptin hans hrapps (7c?), valdi fór sláturhúsið (8a) aftur (og hengdi tvistana upp í leiðinni), bjössi boltaði nýja leið sem ég man ekki hvað heitir en er víst eitthvað um 5.11d og stebbi endurtók hana.

    stebbi, bjössi og hjalti skiptu út slatta af álaugum og græjuðu sigankeri í margar gamlar leiðir. stebbi og bjössi endurboltuðu leikið á alls oddi……

    …svo var náttúrlega byrjað að búldera í Bjarnarfirði á Ströndum. það er ekkert smá fínt.

    hmmm var þetta ekki smá slúður?

    já og svo skandall sumarsins: stebbi var að eignast þriðja barnið!

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.