Góður dagur á fjöllum.

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Góður dagur á fjöllum.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45101
    AB
    Participant

    Ég, Helgi og Hálfdán fórum í dag á tindinn Nagg í Vesturbrúnum. Við ,,team-sólóuðum” upp afbrigði af leið 10 í Esjuleiðarvísinum. Þetta er snilldarleið, hressandi fjallganga upp að gili þar sem eru nokkur WI 3 íshöft með skemmtilegu brölti inn á milli. Þar fyrir ofan eru snjóbrekkur með nokkrum íshöftum. Lokakaflinn er eins og úr ævintýramynd þar sem gengið er eftir eins konar klettabrú yfir að tindinum sem skagar frá fjallinu. Þar var snætt og því næst haldið niður með breiðu gili vestan við tindinn (leið 9 í leiðarvísinum). Rúmir 3 og 1/2 tímar bíl í bíl, þar beið kaldur bjór og svo var haldið í sund. Toppdagur og óhætt að mæla með þessari leið, sem og öðru klifri í Vesturbrúnum, klárlega vanmetið klifursvæði.

    Kveðja,
    AB

    P.S. Heljareggin er þurr að mestu ef einhver er í klettahugleiðingum.

    #50462
    2911596219
    Member

    Takk fyrir þetta innlegg.
    Við (Gísli og Viðar) ætlum að fara þessa leið á morgun. Án þessa innleggs hefðum við ekki vitað af þessum aðstæðum, þannig, takk og aftur takk!

    Já, og gleðilega Páska

    kv. Gísli Hjálmar

    #50463
    AB
    Participant

    Já, endilega skellið ykkur.

    Við fórum upp þröngt gil, hægra megin við klettinn þar sem brattinn byrjar, í stað vinstra megin eins og í leiðarvísinum. Einnig er hægt að fara lengra til hægri upp breitt gil og sleppa þannig við mesta brattann.

    Þó við höfum ekki notað línu þá mæli ég með að þið takið hana með, gilið er bratt sem og höftin, og það efsta er líka nokkuð langt (ca. 10 m). Það er líka nauðsynlegt að hafa kost á því að geta komið sér niður með sigi ef þörf er á.

    Góða skemmtun!

    AB

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.