Olli kominn með augastað á nýum hring.

Home Forums Umræður Almennt Olli kominn með augastað á nýum hring.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45075
    Páll Sveinsson
    Participant

    Olli er kominn með augastað á nýum hring og æfir stíft þessa dagana.

    kv.
    Palli

    #49822
    Anonymous
    Inactive

    Ég???!!!! Er það?

    #49823
    0503664729
    Participant

    Hann labbaði víst í marga hringi um Lyngdalsheiðina um síðustu helgi…..

    Kv,
    JVS

    #49824
    Anonymous
    Inactive

    Svo það sé á hreinu þá hef ég ekki augastað á hring heldur leið frá A til B en nokkrir framtaksamir Akureyringar hafa haft samband við mig á síðustu dögum og hafa þeir í huga að gera Glerárdalshringsgöngu af árvissum viðburði(svona eins og Reykjavíkurmaraþonið er fyrir Reykvíkinga) þar sem fólk kæmi og reyndi við leiðina. Þeir ætla að gera þetta í samráði við hjálparsveitir á staðnum þannig að fólk þurfi nú ekki að ganga alveg fram af sér heldur geti gengið hluta úr leiðinni og hvílt sig í Lamba. Það eru hugmyndir um að hjálparsveitarmenn hitti göngumenn á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og fylgi þeim sem þreyttir eru eða sárir niður í Glerárdal í Lamba á meðan hópurinn heldur áfram. Mér fannst þetta frekar galin hugmynd til að byrja með en núna finnst mér þetta bara mjög snyðug hugmynd hjá þeim og hef ákveðið að verða við beiðni þeirra um að leiða hópinn svona fyrsta árið. Það er fínt að nota þetta sem æfingu fyrir stærri verkefni.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.