- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
27. November, 2007 at 09:55 #448231410693309Member
Tindfjallaskáli var reistur snemma á fimmta áratug síðustu aldar af Fjallamönnum og má heita fyrsti íslenski háfjallaskálinn (ásamt skálnum á Fimmvörðuhálsi).
Við stofnun Ísalp 1977 fékk félagið skálann afhentan í krafti þess að vera eina félagið sem leggur stund á fjallamennsku (og þar með arftaki Fjallamanna). Aðrir kunna þá sögu betur. Skálinn var hins vegar ekki reistur með það fyrir augum að verða áningarstaður fyrir massatúrisma.
Tindfjallaskáli er auðvitað miklu meira virði en 500.000 kr.
Skálinn var alls ekki ónýtur þegar hann var skoðaður af arkitekt Húsafriðunarnefndar og Bárði Árnasyni tæknifr. í árslok 2006. Meginvandamál voru fúi í kringum skorstein og opnanlegt fag í glugga ef ég mann rétt. þá eru síðari tíma endurbætur kringum andyri ónýtar og ljótar og menn höfðu áhuga á því að koma skálanum í upprunalegt horf.
300.000 krónur fengust til endurbóta á skálanum sl. ár og aðeins lítill hluti af því fé hefur verið nýttur enn sem komið er.
Væri ekki skynsamlegt að taka því rólega og slá þessi fundarplön einfaldlega af áður en eitthvað gerist sem menn munu sjá eftir?
SM
27. November, 2007 at 10:35 #519602704735479MemberMér finnst það hljóma mjög skynsamlega.
kristín martha
27. November, 2007 at 11:47 #519611704704009MemberFleiri staðreyndir: Skálinn er lítill. Klúbburinn ekki. Ef fimm sex manns geta reist 20 sinnum stærra hús frá grunni í Grafarvoginu, þá hlýtur 400 manna félag að ráða við einn kofa.
Farartæki hafa aldrei verið öflugri í eigu klúbbfélaga, penginur aldrei meiri. Aðstæður á allan hátt hafa aldrei verið betri.
Þeir fluttu byggingarefnið á hrossum töffararnir sem reistu skálann á sínum tíma. Til hvers var puðað? Svo að næstu kynslóðir myndu láta skálann frá sér af því það er svo mikil samkeppni um tíma fólks? Horfa á sjónvarp og svæfa börn og fara á kaffihús..
Skálinn er lúinn. Er ekki málið að redda þessu bara?
27. November, 2007 at 12:33 #519620309673729ParticipantÉg var einn af þeim sem voru frekar á því að afhenda FÍ skálann til eignar sökum vangetu Ísalp á að viðhalda honum sómasamlega. Eftir að hafa lesið umræðuna og hugsað málið fóru að renna á mig tvær grímur.
Í mínum huga skiptir eftir mestu máli, í þessari röð:
1) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
2) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að skála á svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
3) Ef Ísalp ákveður að selja skálann, þá fái félagið réttmæta upphæð fyrir. Fé sem þá er hægt er að nýta til að stuðla að uppbyggingu fjallamennsku á Íslandi.1)
Tindfjöll eru feikilega gott og fallegt svæði fyrir fjallamenn. Vitað er að ýmsir aðilar hafa haft plön um svæðið. Fljótshlíðin er að miklu leyti komin í einkaeigu. Mig mundi ekki undra að einhverntímann, af einhverjum sökum, verði reynt að hindra aðgengi fjallamanna að svæðinu. Ef og þegar að því kemur er það klárlega okkur í hag að eiga skála á svæðinu.
2)
Ef FÍ á skálann þá er ákvörðum um not hans komin úr höndum félaga Ísalp. FÍ í gæti þannig hugsanlega, einhverntíman, á eigin forsendum, tekið ákvörðum sem illi því að fjallamenn hefðu ekki lengur aðgang að skála á svæðinu.
3)
Skáli á þessu svæði er meira virði en 500.000. Ef við látum hann á annað borð, og þar með hefðaréttinn, getum við fengið meira fé fyrir hann sem þá nýtist félaginu á öðrum sviðum.Ég segi því nei við að afhenda FÍ skálann.
Hinsvegar er óvitlaust að funda um skálann á öðrum forsendum. Fyrirkomulagið á viðhaldi skálans gengur ekki upp. Það þarf að ræða það. Væri hægt að gera samning við einhverja félaga um viðhald hans? Er skynsamlegra að byggja nýjan frá grunni, í byggð og flytja í heilu lagi uppeftir? Það þarf líka að ræða hinn skálann okkur á svipuðum forsendum.
með kveðju
Helgi Borg27. November, 2007 at 15:59 #519632005774349MemberÉg tek undir með Skúla hér að ofan.
Hjalti Rafn
28. November, 2007 at 23:43 #519640801667969MemberÉg tek líka undir með Skúla um að taka því rólega og anda með nefinu. Þetta mál ber allt of brátt að til að menn geti tekið yfirvegaða og vel ígrundaða afstöðu.
Kv. Árni Alf.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.