Víða leynast sjálfsagt puttabretti, upphífingastangir og jafnvel litlir klifurveggir. Það væri gaman að sjá myndir af heima æfingaaðstöðu Ísalpara, gæti gefið öðrum hugmyndir.
Hvernig væri að smella af einni mynd í skúrnum og pósta henni hérna?
Ég ríð á vaðið. Ekki er þetta mjög metnaðarfull aðstaða en allt í lagi. Platan er á lömum og hægt að slaka henni ansi langt út. Nokkrar viðbætur í sigtinu.
[attachment=480]IMG_1196.jpg[/attachment]