Vegna fyrirsjáanlegrar aukningar á verkefnum vantar ÍFLM nú fleirri færa fjallamenn og konur í sínar raðir.
Við leitum að einstaklingum sem eru vanir að ferðast á eigin vegum, eru vel talanadi á ensku, íslensku og mögulega önnur mál.
Mestmegnis er um að ræða helgarvinnu á vorin við Hvannadalshnjúk og leiðsögn á Hengilssvæðinu og leiðsögn í ferðir á Sólheimajökull. Síðarnefndu ferirnar eru allt árið föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Auk þess nýtum við gjarnan hæfileikaríkt fólk í önnur verkefni sem fer stöðugt fjölgandi.
Í boði eru góð laun fyrir skemmtilega vinnu, frábær árshátíð og góð starfsþjálfun. Næsta Öryggisnámskeið ÍFLM verður haldið í Skaftafelli dagana 19. til 21. maí.
Umsóknir með stuttri ferilsskrá (vinna og fjallamennska) óskast sendar á mountainguide@mountainguide.is
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 587 9999
kv.
Ívar