Partýbær WI 4
Þessa leið má finna aðeins austan við Tröllhamra og sker upp í gegnum mikið klettabelti.
Ekið frá Veiðihúsinu á Eyjum í NV eftir Suðursbyggðarvegi. Leiðin er í klettunum til vinstri við vegin og er áberandi Y-löguð. Um 20 min gangur er að henni.
2 brött kerti í fyrstu spönn og síðan snjóbrekka með 3.gráðu hafti efst. Ef farið er til vinstri eftir það eru tvö lóðrétt höft. Sú spönn er 30 metrar. Heitir sá partur leiðarinnar Pylsupartý. Vinstri greinin er stutt 3 gráðu spönn sem heitir Evróvisijón partý. Best er að síga niður. Virkilega skemmtileg leið.
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Daði Snær Skúlason, 23. feb. 2008, 3 spannir ca 150m
Crag | Breiðdalur |
Sector | Múlaklettar |
Type | Ice Climbing |
Markings |
Ég og Danni Landnemi fórum í þessa í dag. Mjög blautt. Fórum þetta í 2 klifur spönnum.
1 – Bæði kertin í einu, 50-60 metrar.
Snjógil, ca. 50 metrar.
2 – upp á topp til hægri 60-70 metrar