Jónsgil
Leið merkt sem 35
AD+, 300m. FF: Jón Geirsson 1983.
Samfelld og erfið snjó og ísleið. Fyrsta leiðin í norðurhlíð Heiðarhorns. Auðrötuð, en með tveimur lykilhöftum. 5-8 spannir með auðveldara klifri á milli í neðri hluta. Lítið af hvíldarsyllum. Megintryggingar í snjó og ís.
Neðst í gilinu er auðvelt íshaft. Yfir það og upp gilið að 8-10m háum ísfossi (fyrri lykilkafli). Eftir íshaft þar fyrir ofan, er haldið beint upp gilið sem inniheldur nokkur íshöft. Ofarlega er sveigt til vinstri upp á háhluta eystra rifsins. Vinstra megin í því er gróf. Upp hana að háveggnum. Hann er um 40m hár, brattur og er oft með erfiða hengju (seinni lykilkafli.)
Crag | Skarðsheiði |
Sector | Heiðarhorn |
Type | Alpine |
Markings |