Bolaklettur
Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar í Innri hvilft, Bolaklett og Brekkufjalli.
Innri-hvilft
Innri-hvilft er svæðið sem menn tala oftast um þegar þeir tala um klifur í Bolakletti en hinn raunverulegi Bolaklettur er aðeins innar í firðinum (Svæði B). Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 14 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.
A1 – Bara ef mamma vissi – WI 5+
A2 – Móri – WI 4
A3 – Mús – WI 4
A4 – Glaciologist on ice – WI 4
A5 – Take a walk on the other side of the stars – WI 4+
A6 – Aussie Pickings – WI 4
A7 – Aussie Pickings variation – WI 4
A8 – Mávahlátur – WI 4
A9 – Engin upphitun – WI 5
A10 – Alea iacta est – M 8 (Project)
A11 – Niflheimar – WI 5+
A12 – Múspelsheimar – M 9/ WI 5+/6 (Project)
A13 – Hard five – M 8/WI 6+
A14 – Ég heiti ekki Kiddi – WI 5+
A15 – Árdalsárfoss – WI 3
Bolaklettur
Hinn eiginlegi Bolaklettur á sér aðeins eina leið, Gjöfin sem heldur áfram að gefa, og er mjög alvarleg ís/mix/alpaklifurleið.
B1 – Gjöfin sem heldur áfram að gefa – WI 4+/M 5
Brekkufjall
Brekkkufjall er áfast Bolaklettinum og liggur frá honum og áleiðis inn fjörðinn. Hér eru þónokkrar leiðir, flestar með stuttri aðkomu og þær snúa vel og ís ætti að myndast í þeim þokkalega hratt þegar tekur að frysta.
C1 – Ekki er alt sem sýnist – WI 5
C2 – Þjóðmál – WI 3
C3 – Hvarfsgilsfoss – WI 4
C4 – Skallagrímur – WI 3+
C5 – Dolli dropi – WI 3
Directions
Sunnan við Borgarfjarðarbrúnna er beygt inn eftir Borgarfirðinum eftir vegi 50. Haldið ótrauð áfram að bóndabænum Árdalur og fylgið þar veginum suður þar til hann endar. Þaðan er sirka 1km ganga inn eftir dalnum sem endar í Innri-hvilft (Eða kannski Árdal?).
Þetta svæði er að detta vel inn. Ég heiti ekki Kiddi lítur vel út, líklega í WI4+/5 aðstæðum en Bara ef mamma vissi á enn smá eftir. Niflheimar nær niður en ekki nægilega vel. Matteo kláraði að bolta projectið sitt vinstra megin við Niflheima en ég og Jónas klifruðum pillarinn sem er á horninu milli Niflheima og Aussie Pickings sem reyndist þægileg 4. gráða.