(Icelandic) Hrafnsfoss WI 4

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr. 2

WI 4(-?)

★★★

75 m. Formfagur ísfoss fyrir miðju Hrafnsgili, vel rúm línulengd af viðvarandi 80° klifri, sé klifrað upp fossinn þar sem hann er hæstur. Lýsingin “Soft Óríon” var látin falla í frumferðinni (leið 2a).  Nokkrum vikum síðar klifruðu Halldór Fannar og Ágúst Kristján afbrigði 2b og höfðu orð á því að sú leið væri nær WI5, þar sem hún færi upp brattasta hluta fossins sem ekki var í aðstæðum þegar frumferð var farin.

FF: Sigurður A. Richter & Ólafur Þ. Kristinsson, 2024

Aðkoma: Fossinn er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

 

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Hrafnsfoss – Framhald WI 2

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr. 3

20 m. Ef gengið er um 100 m eftir fallegu gilinu yfir Hrafnsfossi er komið að stuttum, breiðum ísklepra. Hverfur líklega undir skafl síðla vetrar.

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Veðurfölnir WI 3

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr 1

120 m. Mjög auðveld ísrás leiðir upp að um 50 m háum þriðju gráðu ísfossi sem skipt er upp af stuttum stalli. Fyrri hlutinn fennir í kaf snemma vetrar svo rásin verður þægileg uppgöngu, en getur líka skapað snjóflóðahættu.

Aðkoma: Leiðin er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

FF: Ólafur Þ. Kristinsson & Sigurður A. Richter, 2024

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Vallárgil WI 3+

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Fyrir ofan bæinn Gil á Kjalarnesi er Vallárgil. Í gilinu rennur lækur sem myndar oft góð íshöft sem hafa má meira gaman af en ætla mætti í fyrstu. Höfðu Ísalparar einmitt komist að sömu niðurstöðu árið 2008. En aldrei var leiðin skráð og engar myndir voru til.  Halldór og Ágúst voru búnir að keyra framhjá þessum ís í aðstæðum nokkrum sinnum en voru alltaf á leið í önnur verkefni. Svo kom þó að tímaþröng gerði þennan kost vænlegan og er því leiðin loksins skráð hér.

Aðkoma

Beygt af Þjóðvegi 1 við skilti sem vísar á bæinn Gil. Þessi vegur er keyrður framhjá bænum og svo beygt til hægri við fyrsta tækifæri (þetta er sýnt með seinni bláu örinni á kortinu). Sá slóði er keyrður að gilinu og síðasti hlutinn genginn (brotalína á korti).  Gangan tekur rúmlega 30 mínútur. Í fyrstu gæti virst að hún tæki skemmri tíma en eins og alltaf þá er ísinn fjærri en hugurinn vill halda.

Klifrið

Þrjú íshöft eru í gilinu að jafnaði. Þau tvö fyrri eru nálægt hvort öðru og því hentugt að klifra þau í einni spönn. Dugir að hafa 60m línu til þess. Síðasta haftið er nokkuð ofar og þarf því að ganga í gilinu til að komast að því.

Varðandi erfiðleika þá geta klifrar valið sér leiðir eftur hentugleik. Fyrsta haftið hefði verið hægt að klifra sem WI3+ en við kusum meiri áskorun, upp brattasta hlutann þar sem stígið var út á hangandi grýlukerti í lok leiðar. Sú leið mundi flokkast sem WI4 og kannski rúmlega það. Haft númer tvö var einnig farið þar sem ísinn var brattastur og mundi það flokkast sem WI4+. Síðasta haftið var í krefjandi aðstæðum þar sem stærðarinnar regnhlíf hafði myndast efst og engin leið upp nema undir og yfir regnhlífina. Það var mikið gaman, sérstaklega þar sem ísinn var sterkur og hélt þegar hælkrókur var tekinn til að komast upp. Þetta síðasta haft sem var okkar seinni spönn flokkast því sem WI5 einfaldlega útaf síðustu hreyfingunum. Að öðru leyti var sá hluti þægileg WI4 leið.

Heilt yfir er ferð í gilið góð skemmtun og ekki skemmir alpafílingurinn fyrir. Flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Hugsanlega dregur úr skemmtun og erfiðleikum eftir því sem snjór hleðst í gilið. Kannski er heldur ekki skynsamlegt að klifra þarna í miklum snjó vegna hættu á flóði, en um það verður auðvitað hver að dæma fyrir sig.

Niðurferð

Líklega er hægt að finna niðurgönguleið í hlíðinni sunnan við gilið en við kusum að síga niður, enda höfðum við líka skilið eftir bakpoka okkar í gilinu. Þar sem við vorum bara með eina 60m línu þá þurftum við þrjár V-þræðingar til þess. Með tveimur 60m línum þá myndi fækka um eina þræðingu.

Crag Esja
Sector Vesturbrúnir
Type Ice Climbing

Brókasótt WI 3+

N9 on the topos, valley D 4th from the left on the way up

Evident waterfall at the end of the valley that present straight ahead when you get to the place where they split in four.

FF Andrea Fiocca and Matteo Meucci 4 Dec 2024 30m WI3+

on the left of the waterfall there is a large wall with not distinct lines marked as N12 in the topos

Above the waterfall looks there is another step marked as N11 (not climbed)

Crag Hvalfjörður
Sector Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

Kóngulóarmaðurinn WI 3+

Leið í fyrsta gili vestan megin við Grafarfoss (vinstra megin þegar horft er á Grafarfoss).

Samanstendur af nokkrum höftum sem eru á bilinu WI2 – WI5. Auðvelt er að sneiða framhjá flestum ef ekki öllum höftum ef menn treysta sér ekki í einhverja hluta leiðarinnar.

1. haftið er um 20m af WI4

2. haftið er um 15 metrar af WI2 – WI3

3. haftið er um 10 metrar af WI2 – WI3 + um 10 metrar af WI2

4. haftið er um 20 metrar af WI2

5. og 6. haftið er 15 metrar + 10 metrar af WI3

7. haftið er stutt (um 6 metrar) en mjög bratt, auðvelt er þó að fara út úr leiðinni ef menn treysta sér ekki til að leiða haftið.

 

Líklega hefur leiðin verið klifruð áður að hluta eða heild en hún hefur þó ekki verið skráð.
Klifrað 23 nóvember 2024 – Ottó Ingi Þórisson og Stefáni Karl
Leiðin fékk nafnið Kóngulóarmaðurinn því slík gríma var með í för.

Crag Esja
Sector Kistufell
Type Ice Climbing

Katabatic WI 3

Pink line

AD+ WI 3 170M

The approach was done  from Sandfell, Similar to the Italian Job the climbers traversed onto the face to avoid dropping too much height and safe some time. If the approach is done from Svínafellsjökull it’s well possible to follow Beina Brautin onto the face.

Due to bad conditions, the face being plastered in rime and the being a bit late in the season the path of least resistance was taken

1st Pitch 60M 70°/ WI 3 Snow/Ice

Belay under the headwall next to a bergschrund

2nd Pitch WI3/+ R 60M   Long traverse to the right

Belay below near- vertical rime wall with good ice behind it

3rd Pitch WI 3/+ 50M Upp the rime until the slope mellows out

Belays were done wth a snow pickett, screws and axes

31 October 2023

Kaspar Sólveigarson, Bergur Sigurðarson

Crag Öræfajökull
Sector Hvannadalshnjúkur
Type Alpine

(Icelandic) Eris, II 5.5 155m

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Gula línan á myndinni.

Leiðin liggur upp gráu slöbbin sem Nemesis byrjar á. Þar sem leiðarlýsingin fyrir þennan hluta Nemesis er ónákvæm getur verið að Eris fari svipaða leið. Í grískri goðafræði er Eris, gyðja ófriðar, stundum talin systir hefndargyðjunnar Nemesis.

1. spönn: 5.3, 35m, 4 boltar
2. spönn: 5.4, 30m, 5 boltar
3. spönn: 5.5, 35m, 8 boltar
4. spönn: 5.2, 35m, 4 boltar
5. spönn: 5.3, 20m, 3 boltar

Aðkoma er sú sama og fyrir Bifröst. Frá byrjun Bifrastar er hliðrað til austurs yfir mjóa skriðu og hefst leiðin þar í lítilli klauf. Fyrsta spönn fer upp bungur og hrein slöbb upp og aðeins til hægri. Lítið eru um grip en viðnámið er gott og brattinn þægilegur. Komið er upp á góða syllu í tveggja bolta stans. Af syllunni er farið beint upp augljósan stromp að næstu syllu sem er stór og þægileg. Frá akkeri er klifrað til vinstri inn undir þak og áfram upp kverk undir þakinu. Þegar þakið fer að minnka er stigið út á slabbið til hægri og klifrað beint upp. Komið upp á litla syllu í tveggja bolta stans. Hér minnkar brattinn til muna og klifrað er beint af augum upp hreint slabb. Seinasta spönnin er heldur styttri og ögn brattari.

Leiðin endar rétt neðan við stóra grasbrekku sem skiptir veggnum í tvennt og það er lítið mál að koma sér upp á hana ef vill. Að ganga niður frá þeirri syllu er ekki jafn lítið mál og sterklega mælt með því að síga leiðina til að koma sér niður. Ef klifrað var á tveimur línum er hægt að síga 4. og 5. spönn saman en mælt með að síga hinar spannirnar eina í einu. Það er hægt að klifra og síga leiðina á einni 70m klifurlínu en tæpt að það sleppi á 60m.

Tveir boltar í öllum stönsum og þar af annar boltinn með sighring. Akkerið fyrir 4. spönn er ekki með sighring heldur galvaniseruðum keðjulás (maillon) sem hangir í línubút. Klifrarar eru beðnir um að færa hann ekki í boltann þar sem það mundi hraða tæringu hans og mögulega boltans. Ef línubúturinn er veðraður má endilega fjarlægja hann og setja nýjan.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen, 30. júní 2024

Yfirlitsmynd:

Íris kemur upp spönn 1:

Íris í skorsteininum í spönn 2:

Íris undir þakinu í spönn 3:

Íris í fjórða stansi:

 

 

 

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type Alpine

(Icelandic) Festival WI 5

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leiðin er í Núpshlíð rétt austan við Núpstaði, vinstra (vestan) megin við Flott lína.

Leiðin byrjar á stórum fossi og svo er haldið áfram eftir styttri höftum og syllum upp á brún.

FF.: Árni Stefán Haldorsen, Íris R Pedersen, Uri Castell, 21. janúar 2024

30m WI4
25m WI5
15m WI3
8m WI3
8m WI3
15m WI3
8m WI3

Leiðin var farin sömu helgi og ísklifurfestival klúbbsins var í gangi í Haukadal.

Festival er vinstra megin og Flott lína hægra megin á myndinni.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Lómagnúpur
Type Ice Climbing

(Icelandic) Formúla eitt

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið 9

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Daniel Saulite 25. mars 2024

TD, WI4, AI3 700m

Leiðin byrjar upp áberandi ísfoss neðarlega í Vesturtindi, nálægt ísfallinu. Fossinn er um 100m og var klifinn í þremur spönnum í frumferð, allar um WI4. Eftir hann er haldið áfram upp snjógil sem greinist fljótt. Farið áfram upp til hægri og út úr gilinu. Þaðan er hliðrað undir bröttum klettaveggjum inn að hafti (um AI3) og þaðan aftur til vinstri út á hrygginn og eftir honum áfram upp.

Ofan við fossinn eru stórir lausir klettar sem snúa að morgunsólinni. Í frumferð var töluvert ís- og grjóthrun úr þeim niður fossinn og snjógilið. Hrunið og hávaðinn sem fylgdi minnti á að vera áhorfandi á kappakstursbraut og gaf innblástur fyrir nafn leiðarinnar.

 

Crag Öræfajökull
Sector Hrútsfjallstindar
Type Alpine

Rivers of Babylon WI 4

The route: 

Route number 4. 60 meters

Pitch 1: 30m WI3+. Very thin ice. Technical climb

Pitch 2: 30m WI4. Vertical sections, more physical than the first pitch. Nice comfortable belay

Descent in one long rappel

Location:

63.976024, -17.537842 https://maps.app.goo.gl/YTkGf2vdsGtFJ2JeA 

Approach: 

It’s possible to drive all the way in to the base of the wall. Then 30 minute scramble up the loose rocks.

FA: Uri Castells, Camille Verot and Florent Irion, December 20th 2023

Crag Öræfi, Vestur
Sector Lómagnúpur
Type Ice Climbing

Le Robinet WI 3+

Location:

63.818812, -18.068913, https://maps.app.goo.gl/khmKKwvZDtcwg2re8

Approach:

Park at Geirland and walk upstream towards the old power plant in Mörk. The line is found on the right side walls ( west face) among other climbable lines

The route:

The route is about 60m long. Starts with a 10m vertical section (WI3+) followed by a walking section. Then the route follows up on 30m of WI3 to the base of the last pillar. The final pillar is short but intense, 10m or less of vertical smooth ice, WI3++. On the first ascent we topped out above the pillar which was an issue to find a proper anchor, since the pillar is born on the wall itself and there was no ice on the top. The route was originally climbed in 3 pitches but it’s probably better climbed in just 2.

Crag Kirkjubæjarklaustur
Sector Mörk
Type Ice Climbing

Skaðafoss og uppúr

Skaðafoss er næsti foss ofan Svartafoss í Stóralæk. Skaðafoss sjálfur er einungis rúmlega 5 metra hár, en ef haldið er áfram upp Stóralæk alla leið að upptökum í Gemludal undir Kristínartindum, eru þónokkur höft allt að 10 metra há. Klifrarar verða að eiga það við sig hvort þessi nokkur höft af klifri séu göngunnar virði, enda eru um 3 km frá Skaðafossi að Gemludal ef gengið/brölt er eftir læknum alla leið upp úr.

Aðkoma: Gengið er upp vestanverða S3 gönguleiðina um Skaftafellsheiði, en rétt áður en stígurinn byrjar að hækka sig upp með Skerhól er beygt af S3 í austur á gömlu gönguleiðina um Miðheiði. Þaðan er gengið í stutta stund þar til komið er niður að Stóralæk, og er honum þá fylgt upp að Skaðafossi.

FF: Tryggvi Unnsteinsson – 15. mars 2023

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing

State of Resistance M 8

Route n18 in the topos (furthest to the right of the cliff)

Fully bolted route with top anchor on the edge before the slope (another anchor in on the top of the slope)

The route start in a dihedral then a little slab and then an overhanging dihedral again

FA Matteo Meucci 2/06/2023

 

Crag Esja
Sector Buahamrar-Tvíburagil
Type Mixed Climbing

Byrjandi sector WI 3

Fun sector on the right of Skálagil

Park same spot of Skálagil and then instead of going in to the gully keep walking on the main valley and slowly point up to the sector (on the way down we went straight down and then walked the flat but is it a swamp and need to be fully frozen ). Approach is 45′-60′

we climbed 6 lines but on the left there are few more; they are WI2-3 25m long and anchors on the top are tricky to find: mix of V-thread and rocks

FA Matteo Meucci and JulianO’Neil 20/01/2024  25m WI2-3

yellow WI2

red WI3

green WI3

blue WI3

black WI3

white WI2

 

 

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing