Föstudagskvöldið 31. jan mun ÍSALP gefa út ársrit sitt fyrir árið 2019. Brakandi ferskt ársrit, frír bjór fyrir meðlimi og æsispennandi keppni um „Klifurleið ársins“. Teitið hefst klukkan átta á KEX hostel og eru allir velkomnir.

Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 21. desember!
Eins og á hverju ári fer alveg að vera komið að Jólaklifri Ísalp. Stefnan er sett á Múlafjall eins og hefð er fyrir.
Byrjað verður í Testofunni https://www.isalp.is/crag/
Góð skemmtun rétt fyrir jólin, ætluð bæði byrjendum og lengra komnum.
Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/290052408558279/
Kv, Stjórn
Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) hefur nú með hjálp góðra samstarfsaðila safnað ullarteppum sem verða fljótlega sett í Tindfjallaskála.
Með þessu móti gefst ferðalöngum tækifæri til að ferðast léttar þegar gist er í skálanum.
Nú þurfa gestir aðeins að hafa með sér innri poka (liner poka) í stað þess að bera svefnpoka.
Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og talið er að þetta sé fyrsti skálinn á landinu sem bjóði uppá þennan lúxus.
Stjórn ÍSALP vonar að sem flestir geti í framtíðinni nýtt sér skálann og hlakkar til að sjá ykkur á fjöllum.
Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála má finna á heimasíðu ÍSALP undir Skálar.
Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!
Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:
-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver
-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn
-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki
-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina
Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).
Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!
On Friday the 8th November we are going to have a slideshow with Jeff Mercier.
The event is going to be in Klifurhusid, will start at h18.00 with some dry tooling then a little rest for dinner and then at h20 the pictures.
Jeff Mercier is a world class iceclimber, part of the generation that developed dry tooling and brought it up on the mountain. He is visiting icelandic glacier and before leaving is going to climb with us and then taking a slideshow.
Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.
Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.
Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Mæting var með besta móti, um 20 manns.
Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.
Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta
Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Yfirferð ársreikninga
Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.
Upp á síðkastið virðist það hafa færst í aukana að klifrarar verði varir við nýja múrbolta af ýmsum toga á ótrúlegustu stöðum, oftar en ekki boltar sem hafa engan augljósan tilgang. Ekki er nóg með það að þessir boltar eru villandi og síður en svo öruggir í öllum tilfellum, heldur eiga þeir líka til að finnast á svæðum þar sem boltun er óheimil. Þ.a.l. viljum við koma eftirfarandi áherslum á framfæri, og fara fram á að fólk kynni sér rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu klifurleiða og almenna boltun í náttúru Íslands:
Annars vonum við að sumarið hefur nýst klifrurum vel, og er frábært að sjá allar þær nýju og gömlu leiðir sem settar eru upp og haldið við á víð og dreif um landið. Það er einmitt ástæða þess að við viljum áfram sjá góð vinnubrögð og halda öllum á góðu nótunum, svo við getum haldið áfram á sömu braut í framtíðinni 😉
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2019 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, fimmtudaginn 26. september, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
– Staðan á Bratta
– Dagskrá vetrarins 2019-2020
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Í ár lýkur kjörtímabilum hjá Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs), Sif Pétursdóttur (kjörin til eins árs), Sigurði Ými Richter (kjörinn til tveggja ára) og Matteo Meucci (kjörinn til tveggja ára). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Sif Pétursdóttur.
Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.
Í ár stefnir Ísalp aftur á klettaklifur í kringum Písa ásamt alpaklúbbi heimamanna þann 6. til 13. September.
Meðlimum Ísalp er að sjálfsögðu boðið í ferðina en áhugasamir geta sent umsókn í tölvupósti á stjorn@isalp.is. Betra er að taka fram með umsókninni hvers konar klifri áhugi er fyrir (sportklifur, fjölspanna sport, fjölspanna dótaklifur o.þ.h.).
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst n.k.
Skipulagning ársrits ÍSALP 2019 er núna að hefjast af fullum krafti, og viljum við því hóa í öfluga félaga til þess að vera með í ritnefnd ársritsins, og/eða skrifa greinar af líðandi árum.
Ef þú hefur áhuga á að vera með í ritnefndinni eða langar að fá grein frá þér í næsta ársrit, þá skaltu ekki hika við að hafa samband (á stjorn(at)isalp.is), öll aðstoð er ómetanleg og ársritið verður aldrei áhugaverðara en það sem meðlimir hafa fram að bera!
Nú ættu allir að vera búnir að skafa af sér hrím vetrarins og liðamótin vonandi fengið að liðkast í sólinni seinustu vikur. Þó veður seinasta sumars hafi haft okkur að leiksoppi, tókst dagurinn vel til og stefnum við því á að endurtaka leikinn í ár og halda Stardalsdaginn hátíðlegan aftur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurviðundur landsins fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er glæsilegt dótaklifursvæði, með yfir 90 skráðar klifurleiðir frá 5.1 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Dagurinn sjálfur verður haldinn laugardaginn 29. júní (með 30. júní til vara ef veður ætlar í hart) og er brottför verður í Stardal klukkan 10:00 frá Orkunni við Vesturlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir).
Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og lágmarksbúnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks þekkingu á leiðsluklifri (t.d. sportklifri).
Til að hita upp fyrir laugardaginn, ætlar Ísalp og klifurfélag reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri fimmtudagskvöldið 27. júní. Fyrir þá sem leggja stund á klifur og vilja víkka sjóndeildarhringinn og kitla taugarnar með eigin bergtryggingum, þá er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast betur dótaklifri.
Kynningin hefst klukkan 20:00 á efri hæð Klifurhússins (Ármúla 23, Reykjavík), og munum við fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga í dótaleiðslu, sem og að leyfa þátttakendum að munda sínar eigin bergtryggingar.
Meðlimum ÍSALP og Klifurhússins er velkomið að mæta, kynningin er meðlimum félaganna að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Svo það er um að gera að kíkja við, og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Endilega meldið ykkur á viðburðina á FB að neðan
Stardalsdagurinn: https://www.facebook.com/events/2262399440675940/
Dótaklifurkynningin: https://www.facebook.com/events/435004757075268/
Ath! við viljum ítreka það að þessi kynning kemur EKKI í stað vottaðra fjallamennsku- og línuvinnunámskeiða, og meðlimir eru á eigin ábyrgð í Stardal.
Nú er loksins komið að Banff fjallamyndahátíðinni. Hún fer fram í Haskólabíói 21. og 23. maí. Nánari upplýsingar má finna á Banff síðu Ísalp.
Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.
Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí.
Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.
Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.
Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.
Útgáfu ársrits Ísalp 2018 verður fagnað á Bar Ananas á Klapparstíg 38 föstudaginn 8. mars klukkan 22:00. Útgáfupartýið hefst strax á eftir sýningunni „No Man’s Land“ sem verður í Háskólabíói sama kvöld.
Í partýinu verður sú nýjung að Ísalp mun veita viðurkenningu fyrir bestu „Fyrst farið“ ísleið ársins 2018.
Bjór í boði! Hlökkum til að sjá sem flesta!
No man’s Land Film Festival er kvikmyndahátíð um konur í útivist og allar myndir af hátíðinni hafa konur í aðalhlutverki og flestar þeirra eru framleiddar af konum líka.
Ísalp bíður upp á sérstakt klifurúrval af myndum á hátíðinni og heldur hana á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars næstkomandi
Á meðal mynda sem verða sýndar eru til dæmis…
Superior Ice. Ísklifrarinn Angela VanWiemeersch fer til Superior vatnsins á landamærum Kanada og Bandaríkjana og hittir klettaklifurstórstjörnuna Sashia DiGiulian og þær klifra brattan ís saman.
Slaydies. Haustið 2017 fóru Margo Hayes, Emily Harrington og Paige Claassen til Mallorca. Þar fléttuðu þær hárið á hvor annari, deildu vínflöskum og stunduðu Deep water solo alla daga. Þær byrjuðu ferðina sem þrjár gjörólíkar konur en enduðu ferðina sem Slaydies.
Dawa Yangzum Sherpa. Sherpakonur eru ekki kvattar áfram til að klífa fjöll. En það var ekki að fara að stoppa Dawa Yangzum Sherpa, sem ólst upp í þorpi í Himalaya, án rafmagns og rennandi vatns en vissi samt að hún myndi einn daginn standa á toppi Everest. Tuttugu og eins árs stóð hún á topp heimsins og hóf nýja áskorun, að verða fyrsta nepalska konan til að klára hæðsta stig fjallaleiðsagnar, IFMGA. IFMGA réttindi taka meira en fimm ár að klára og kosta meira en 3.500.000isk. Af 6.937 IFMGA leiðsögumönnum um allan heim eru aðeins 1,5% kvennmenn.
… og svo margar fleiri. Ekki láta þig vanta á þessa frábæru sýningu!
Misstir þú af Ísalp sýningunum á Free Solo? Örvæntu ekki, því Bíó Paradís sýnir nú myndina í takmarkaðan tíma!
Nálgast má miða hér
Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins (Ísalp) verður haldið þennan veturinn, og er stefnt á helgina 15.-17. febrúar 2019. Þótt desember hafi haldið að hann héti júlí þá veit enginn nema morgundagurinn hvaða ís bíður okkar í framtíðinni.
Við sveiflum öxum í ís á Snæfellsnesi og höfum tekið frá næturpláss á gistiheimili í Grundarfirði.
Skráning á festivalið og ítarlegri upplýsingar verða á isalp.is þegar nær dregur!
Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að halda aðra sýningu!
Myndin Free Solo fjallar um Alex Honnold, afrek hans að verða fyrstur til að einfara hinn heimsfræga vegg El Capitan og undirbúninginn sem hann þurfti að ganga í gegnum til að láta þennan draum sinn verða að veruleika.
Miðasala fer fram í á netinu og er aðeins hægt að versla miða þar:
https://secure.tickster.com/en/b1mn54errkeplx9/products
Ekki láta þig vanta á þessa mögnuðu sýningu!