Sigurjón

Svæðið er merkt A á yfirlitsmyndinni. Um aðkomu má lesa á yfirlitssíðunni um Hvalfjörð.

„Sigurjón“ er beint fyrir neðan fjölda tjarna og því líklegt að hann komist fljótt í aðstæður og endist lengi. Sökum nálægðar við sjó er sjaldnast of kalt og brimið skapar kósíheit. Hafa ber þó í huga að gönguleiðin er illfær á flóði en auðvelt er að klifra upp úr sektornum á aflíðandi ís sem fær líklega WI2 gráðu.

Á þessu svæði er möguleiki á að frumfara þó nokkrar leiðir. Sumar þeirra yfir 20 metra langar. Erfiðleikagráðan er líklega frá WI2 upp í WI4+/5.  Mælt er með því að nota línur úr laginu um „Sigurjón digra“ til að nefna nýjar leiðir, t.d. „Komnir til að sjá og sigra“, „Með krafta í kögglum“ og „Takið af ykkur skóna!“

  1. Ófarin
  2. Ófarin
  3. Bóna, bóna, bóna (WI3-)
  4. Og bóna (WI3)
  5. Ófarin (einfaldast að síga niður um þessa leið)
  6. Með ballskó í bögglum (WI3+)
  7. Ófarin
  8. Ófarin
  9. Ófarin
  10. Ófarin

Eins og sést á mynd þá safnast ís fyrir ofan og mætti því setja upp akkeri þar til að síga niður í sektorinn þar sem hann er mest aflíðandi.