3. – Heljarslóð WI 5

Leið númer 3. á mynd.

Fyrsta augljósa leiðin á vinstri hönd ofan við leiðirnar „Aðrein“ og „Hraðbraut til heljar“.

Byrjar á bröttum pillar sem er um 20-25 metrar upp á sillu. Við tekur svo 10-15 metra haft sem er örlítið til hægri, seinna haftið er auðveldara en tortryggt, hægt er að fara lengra til hægri fyrir meiri ís og betri tryggingar.

Í frumferðinni var leiðin klifruð í einni spönn og er þá um 50 metrar.

FF. Ottó Ingi Þórisson og Sigurður Tómas Þórisson – 4. febrúar 2024

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Stekkjagil
Tegund Ice Climbing

2. – Hraðbraut til heljar WI 4

Leið númer 2 á mynd.

Nokkuð vatnsmikill foss neðst í Stekkjagili. Fossinn er eflaust oft opin og því ekki í klifranlegum aðstæðum.

Í leiðarvísu um Haukadal í ársriti Ísalp frá 1998 stendur eftirfarandi um leiðina „Ef gengið er inn eftir botni gilsins kemur maður að opnum fossi sem kemur i veg fyrir frekari uppgöngu. Hægt er að fara fram hjá fossinum með þvi að klifra upp vinstri vegg gljúfursins i einni til tveimur spönnum.“ Leiðin upp vinstri vegg gljúfursins er leiðin Aðrein.

Leiðin er eflaust 30 – 40 metrar.

FF. Ottó Ingi Þórisson og Sigurður Tómas Þórisson – 4. febrúar 2024

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Stekkjagil
Tegund Ice Climbing

Gleymdi þursinn WI 4+

Leið merkt sem 26a.

AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.

Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Ice Climbing

Jólaklifur ÍSALP 2019

Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 21. desember!

Eins og á hverju ári fer alveg að vera komið að Jólaklifri Ísalp. Stefnan er sett á Múlafjall eins og hefð er fyrir.

Byrjað verður í Testofunni https://www.isalp.is/crag/mulafjall-2 þar sem vanari klifrarar byrja á að koma fyrir top rope línum í nokkrar af léttari leiðunum.

Góð skemmtun rétt fyrir jólin, ætluð bæði byrjendum og lengra komnum.

Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/290052408558279/

Kv, Stjórn

Aðalfundur ÍSALP – ný stjórn

Aðalfundur ÍSALP

Í gær var aðalfundur ÍSLAP, fundargerðina er að finna í valmyndinni hér að ofan undir „Ísalp“ – „Um Ísalp“ – „Fundargerðir“. Skrýslu stjórnar fyrir síðasta starfsár má finnu á sama stað.

Fráfarandi stjórnarmenn eru
Helgi Egilsson sem hefur verið í stjórn í 8 (4 ár sem gjaldkeri og 4 ár sem formaður).
Bjartur Týr Ólafsson sem hefur verið í stjórn í 3 ár.

Við þökkum þeim báðum kærlega gott starf undanfarin ár.

Í stjórn sitja þá:
Jónas G. Sigurðsson (formaður)
Ottó Ingi Þórisson
Baldur Þór Davíðsson
Védís Ólafsdóttir
Sif Pétursdóttir
Sigurður Ýmir Richter
Matteo Meucci

Ný stjórn mun koma saman við fyrsta tækifæri og undirbúa spennandi dagskrá fyrir veturinn.

Afmælispartý

Heil og sæl,

Veislan fer fram í húsnæði Arms ehf, Skeifunni 5 (við hliðina á Vínbúðinni!).

Húsið opnar klukkan 19 með fordrykk og borðhald hefst klukkan 20. Boðið verður upp á vín, bjór og óáfenga drykki en öllum er frjálst að mæta með sitt eigið.

Matseðillinn er ekki af verri endanum:

Heilgrillað Lambalæri og Grilluð Kalkúnabringa frá Grillvagninum
• Osta-Gratínkartöflur / Bakaðar kartöflur.
• Ferskt salat m/Feta.
• Léttristað grænmeti.
• Maísbaunir.
• Hunangssinnepssósa.
• Rauðvíns eða Púrtvínssósa.

Kv. Afmælisnefndin

The North Face Athlete Photo show!

Um þessar mundir er þvílíkt stjörnulið statt á landinu í myndaverkefni fyrir The North Face og þau hafa höfðinglega boðist til að halda myndasýningu og stutta tölu handa ÍSALP næsta fimmtudag klukkan 20:00 á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík

Aðal ljósmyndari verkefnisins er Tim Kemple sem margir þekkja eflaust fyrir síðasta verkefnið sitt á Íslandi: Climbing Ice: The Iceland Trifectahttps://www.youtube.com/watch?v=79s5BD0301o
Honum til aðstoðar er Renan Oztruk en saman reka þeir Camp 4 Collective, kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki sem stendur á bakvið sumar ykkar uppáhalds ævintýramyndir.
Renan er einnig vel þekktur sem einn af klifrurunum í frægu myndinni Meru af leiðangri Jimmy Chin, Conrad Anker og hans á The Shark Fin.http://www.merufilm.com/
Með þeim í verkefninu er enginn annar en okkar eiginn Björgvin Hilmarsson. http://retro.smugmug.com/

Með þeim er enginn smá hópur.
Anna Pfaff – Rétt áður en hún kom til Íslands frumfór hún nýja leið með Will Mayo sem þau nefndu Dreamline WI6+. Þess utan hefur hún frumfarið tugi erfiðra leiða um allan heim. Hægt er að lesa meira um afrek hennar hér:http://www.annapfaff.com/ascents/
Hér er myndband af nýju leið hennar með Will Mayo
http://www.rockandice.com/video-gallery/first-ascent-of-dreamline-wi-6-1-260-feet-newfoundland

Hansjörg Auer – Eflaust hafa sumir heyrt getið Hansjörg Auer. Hann gerði garðinn frægan með free solo uppferð sinni á The Fish 7b+ í Marmolada. Myndband af því er hægt að sjá hér. https://vimeo.com/30428423
Hann hefur einnig frumfarið sumar erfiðustu leiðirnar á Marmolada eins og Bruderliebe 8b+ 800m. Þess utan er Hansjörg einn færasti fjallamaður okkar tíma með mörg þúsund metra leiðir undir beltinu í Pakistan og Nepal. Hægt er að lesa meira um afrek Hansjörg á síðunni sinni http://www.hansjoerg-auer.at/

Samuel Elias – Samuel er gífurlega sterkur klifrari frá Bandaríkjunum. Hann hefur frumfarið klettaklifur leiðir upp að 5.14b og Mix leiðir upp að M12. Hér má sjá hann frumfara leiðina American Hustle 5.14b í Oliana.https://www.youtube.com/watch?v=wzgd5SGnkM8

Planið er að þau haldi öll smá myndasýningu og tölu fyrir okkur.
Það fer ekki milli mála að þetta er eitt flottasta line up á myndasýningu sem ÍSALP hefur séð. Að missa þessu er eins og sleppa jólunum. Sjáumst þar!

Linkur á viðburðin á facebook

Ísklifurfestivalinu frestað!!!

Því miður þá þurfum við að fresta ísklifurfestivalinu sem átti að vera um næstu helgi vegna lélegra ísaðstæðna. Vonandi tekur þessi vetur við sér og við getum slegið upp festivali seinna með stuttum fyrirvara.

Engu að síður þá eru hér í heimsókn 4 klifrarar frá alpaklúbbnum í Písa og þeir ásamt fríðu föruneyti Ísalpara stefna á að leita upp einhvern ís. Planið veður vonandi auglýst betur á næstu dögum og öllum er að sjálsögðu velkomið að slást í för með þeim.

Á miðvikudaginn viljum við blása til hittings í klifurhúsinu. Klifrararnir frá Písa verða með kynningu á klifrinu í Písa. Boðið veður upp á bjór, pizzu og að sjáfsögðu nýjar BÍS leiðir.

———Enghlish———–

We are terribly sorry to inform everyone that next weekends Ice Climbing Festival in the east fjords has been cancelled due to poor conditions.
However, as we have just received 4 keen climbers from the Alpine Club of Pisa we will be going out and chasing the psyche this weekend and we invite anyone who wants to join us along for the fun! More details on that plan will be advertised over the next few days.
On wednesday evening we are also going to have a get together at Klifurhusid. The guys from Pisa will introduce the climbing there and this is a must see for anyone who wants to apply to go climbing on behalf of ISALP in Italy. There will be beer, pizza and new dry tooling routes!

Svikinn um bjór WI 4

Leið númer B17.

Fyrsta ísleiðin hægra (vestan) megin við Fimm í fötu.

Hægt er að klifra upp úr leiðinni til vinstri eða hægri.

Leiðin fær nafnið „Svikinn um bjór“ til heiðurs allra þeirra sem hafa verið og verða sviknir af Palla Sveins um ókomna tíð um Fimm í fötu.

Þessi leið hefur eflaust verið margoft klifruð áður. Ef hún á sér nafn þá má endilega setja rétt nafn hér inn.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

BÍS hittingur og útgáfupartý

Það verður BÍS hittingur í klifurhúsinu á klukkan 17:00. Við erum búnir að setja upp nokkrar nýjar leiðir og vonandi verða drumbarnir settir upp. Smá sárabót fyrst að jólakliffrið verður ekki.

Svo verður að sjálfsögðu magnað útgáfupartý nýja ársritsins klukkan 20:00 á efri hæð kaffi Sólon.

Sjá nánar á facebook viðburði hér.

Frá BÍS móti 2013. Mynd tekin af www.klifurhusid.is
Frá BÍS móti 2013.
Mynd tekin af www.klifurhusid.is

(English) Ísklifurnámskeið

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Í síðustu viku stóð ÍSALP fyrir ísklifurnámskeiði fyrir byrjendur. Vel var mætt á námskeiðið, 14 manns á miðvikudagskvöldið og 10 manns á laugardeginu.

Á miðvikudagskvöldinu var farið í gegnum ýmis tæknileg atriðið í klifurhúsinu og á laugardeginum var farið á Sólheimajökul.

Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Matteo Meucci og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá laugardeginum

BANFF kvikmyndahátíðin 2016

(VEFUR HÁTÍÐARINNAR)

Nú er komið að kvikmyndarviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur BANFF hátiðina hátíðlega í Háskólabíói, dagana 24. og 26. maí. Að þessu sinni sjá Íslenskir fjallaleiðsögumenn og GG sport um að gera þessa hátíð mögulega fyrir okkur.

Að vanda er af nægu að taka og ættu flestir útivistar og jaðarsports iðkendur og áhugamenn að finna eitthvað við sitt hæfi. Klettaklifurlifur, ísklifur, skíði, parkour, straumkayak, paragliding, alpine-ismi og fleira.

Sýningar verða í háskólabíó klukkan 20:00 þann 24 og 26 maí.

Ekki láta þig vanta á þessa mögnuðu hátíð, sjá nánar á hér

Miðasala opnar innan skamms

Tilraun við Skarðsheiðarþrennuna

Eftir að ég og Katrín vorum búin að klifra leiðina Jóka Póka í Skarðshorni árið 2015 byrjaði Katrín að viðra þá hugmynd við mig að reyna að klifra Heiðarhorn, Skarðshorn og Skessuhorn á einum degi. Þetta hefur tvisvar verið gert áður, fyrst af Palla Sveins og Guðmundi Helga árið 1993 og svo af Robba og Sigga árið 2008. Mér leist strax vel á þetta verkefni enda er klifrið í Skarðsheiði skemmtileg blanda af fjallamennsku, alpaklfri og ísklifri.

Ári seinna ákváðum við að leggja í verkefnið, stefnan var sett á apríl en þar sem Katrín átti að skila meistararitgerðinni sinni í apríl þá gekk okkur illa að finna dagsetningu. Loks gafst  tími til þess að fara þann 30 apríl. Veðurspáin var í besta falli ágæt en þar sem við vorum að renna út á tíma ákvaðum við að drífa okkur.

Við lögðum af stað úr bænum klukkan 04:00 og í bílnum á leiðinni virtum við fyrir okkur skýið sem huldi Skarðsheiðina og dalalæðuna sem 1. Heiðarhorn að rífa af sérskreið niður hlíðarnar. Þetta leit ekki alveg nógu vel út, en við vorum spennt fyrir verkefninu og komin á fætur þannig að við urðum allavega að kíkja á þetta. Þegar við vorum búin að keyra upp slóðan ánorðanverðri Skarðsheiðinni og komin að veðurstöðinni á Miðfitjarhól þá var svarta þoka yfir öllum leiðinum. Það var verra því hvorugt okkar hafði klifrað Heiðarhorn áður og það átti að vera fyrsti tindurinn hjá okkur. Við tóku 20 mínútur þar sem við leituðum að myndum af Jónsgili svona til þess að geta ýmindað okkur hvar í fjallinu leiðin væri. Allt í einu opnaðist smá gluggi og við sáum hvar leiðirnar voru og gátum byrjað að labba.

2. Katrín soló-ar upp fyrsta haftið í Jónsgili í HeiðarhorniGangan upp að leiðinni gekk vel og við vorum komin undir leiðinna 3. Ottó að koma upp í 2 stans í Jónsgiliklukkan 07:00. Klifrið gekk vel en ég stóð í þeirri trú að þetta ætti að væri bara auðvelt snjóklifur með auðveldum íshöftum. Eitthvað var ég að vanmeta þess leið þar sem þriðja spönnin bauð upp á 10 metra snís/ísfrauð haft sem var eflaust mis erfitt, frá WI3 upp í WI4+, en eini tryggjanlega leiðin upp var WI4+ sem var upp við klett sem tók við bergtryggingum. Til þess að gera þetta enn betra þá var ísinn morkinn og laus frá klettinum. Svo tók 4 og síðasta spönnin við sem var 20-30 metra auðklifranlegt snís/ísfrauð með hengju í lokin. Maður gat sett inn skrúfur til þess að róa taugarnar,4. Katrín komin undir hengjuna í Jónsgili efa að þær hefðu haldið falli en það var auðvelt að koma fyrir góðum snjóhælum. Hengjan var óklifranleg á löngum kafla en við náðum að rata á einn af þessum fáu stöðum þar sem hægt var að moka sig í gegnum hana.

 

6. Toppamynd á HeiðarhorniVið vorum bæði komin upp á topp á Heiðarhorni klukkan 10:40 en5. Búlluborgari á toppi Heiðarhorns þar tók við matarpása þar sem ég fékk mér Búllu borgara. Borgarinn rann ljúflega niður og við fórum að fikra okkur meðfram toppnum í átt að Skarðshorni. Það var blindaþoka þarna uppi og það var ákveðin heppni að ég hefði verið í Skarðshorni um mánuði fyrr því ég gat fundið track í GPS úrinu sem við gátum labbað inn á. Gangan yfir tók okkur lengri tíma en við heldum og þegar viðvorum komin að Skarðshorni byrjaði að snjóa. Niðurgöngugilið austan við Skarðshorn er ein af þessum brekkum sem þú rétt nærð að labba beint niður en þú ert alltaf með lífið í lúkunum því brattinn er þannig að ef þú dettur þá eru litlar líkur á að þú náir að stoppa 7. Katrín að labba fyrri ferð niður niðurgöngugilið hjá Skarðshorniþig. Það var niðurdrepandi að hugsa til þess á leðinni niður að maður þyrfti síðan að labba aftur niður þessa brekku seinna sama dag.

 

8. Ottó leggur af stað upp Sóley í SkarðshorniVið vorum komin fyrir neðan leiðina um 12:00 bæði frekar mikið búin á því. Fyrsta spönn í Dreyra var orðin skuggalega þunn og ákvaðum við því frekar að fara leiðina Sóley sem sameinast að vísu Dreyra. Þar sem við þurftu að gefa í ákvaðum við að ég tæki fyrstu spönn og myndi reyna að ljúka henni á hlaupandi tryggingum, það endaði með því að við tókum örugglega um 20 metra erfitt klifur á hlaupandi tryggingum. Eftir stutta pásu í fyrsta stansi lagið Katrín af stað í aðra spönn en þá gerðist það sem allir ísklifrarar óttast, Katrín datt eftir 4 metra án þess að vera búin að setja inn tryggingu. Fall beint í megintryggingu sem samanstendur af tveimur skrúfum í morkinn ís hljómar einfaldlega bara ekki nógu vel. Stansinn var efst í snjóbrekku beint fyrir neðan nokkuð lóðrétt haft, Katrín lenti því í snjóbrekkunni í svipaðri hæð og akkerið og rann þaðan 4 metra niður fyrir akkerið með hausinn á undan.

 

 

Katrín stóð nánast strax upp og sagði að 9. Katrín fótbrotna í þriðja stansi í Skarðshorniþað væri allt í lagi með sig, hún hélt ennþá á báðum öxunum 10. Ottó að koma upp í þriðja stans í Skarðshorniog klifraði upp til mín. Í adrenalínvímunni vildi hún fara strax aftur af stað og leiða spönnina en eftir stutta pásu þegar adrenalínið var aðeins farið að renna af henni kom í ljós að hún hafði meitt sig töluvert í ökklanum. Eftir að hafa tekið smá tíma til þess að jafna okkur og fullvissa okkur um að Katrín væri ekki mjög slösuð tókum við þá ákvörðun um að klára upp leiðina frekar heldur en að síga niður. Ég leiddi því næstu spönn en þegar Katrín kom upp í annan stans heimtaði hún að fá að leiða 3 spönn. Katrín gerði stans upp á Skarðshrygg, undir frauðinu sem yrði venjulega síðast spönn upp á topp. Þegar ég kem upp til hennar þá er verkurinn í ökklanum búin að aukast töluvert og við tókum þá ákvörðun að beila út úr leiðinni og segja þetta gott í dag.

11. Búlluborgari #2 upp á SkarðshorniVið tókum okkur matarpásu áður en við gengum niður, búlluborgari nr. 2 var ekki síðri heldur en sá fyrri (ætli þeir séu til í að sponsera mig?). Þegar við vorum búin að borða þá var verkurinn í ökklanum hjá Katrínu búin að aukast enn meir og það orðið nokkuð augljóst að við tókum rétta ákvörðun um að segja þetta gott í dag. Ég þurfti að síga Katrínu niður brattasta hlutan af niðurgöngugilinu 12. Katrin að fara seinni ferðina niður niðurgöngugilið hjá Skarðsheiðiog haltrið út í bíl tók 3,5 klst. Ég nýtti tímann til þess að rölta undir leiðina og reyna að finna snjóhæl og ískrúfu sem duttu af beltinu hennar Katrínar við fallið. Snjóhællinn fannst en ekki skrúfan.

 

13. Katrin ætlar sko að klára missionið einn daginn!!

Þó að við höfum bara klárað tæplega tvær leiðir af 3 þá er þetta einn erfiðasti klifurdagur sem ég hef upplifað. Engu að síður þá erum við bæði spennt til þess að gera aðra tilraun seinna og klára verkefnið.

 

 

Á mánudeginum fór Katrín til læknis og þá kom íljós að hún hafði öklabrotnað. Katrín fær því hörkutólaorðuna fyrir að klára upp leiðina og labba niður í bíl.

Ottó Ingi Þórisson
03.05.2016

Jóka póka WI 5

Leið merkt sem 31b.

Gráða WI5, FF: Páll Sveisson, Guðmundur Helgi og Jórun Harðardóttir, Örugglega eitthvað í kringum 1990.

Næsta skál/gil til hægri/vestur miðað við Sóley og Dreyra. Flott leið og alls ekki síðri heldur en Dreyri.

Mestu erfiðleikarnir eru í fyrstu tveim spönnunum sem geta verið allt að 5 gráðu ísklifur, oft er þó hægt að krækja frá helstu erfiðleikum. Síðan kemur snjóklifur með nokkrum íshöftum upp á hrygginn sjálfan þar sem leiðin sameinast öðrum leiðum á svæðinu (Dreyra, Sóley, Austurrif, Skarðshryggur o.s.fr.) síðasta spönninn getur oft verið frauð sem erfitt getur verið að tryggja. Ef mönnum lýst ekki á síðustu spönnina þá er auðvelt að hliðra út í niðurgöngugilið til austurs. Ekki er hægt að komast út úr fyrstu tveim spönnunum nema síga niður.

Ef það er mikill ís þá er hægt að tryggja alla leiðina með ísskrúfum. Annars koma snjóhælar sér vel og bergtryggingar.

Jóka Póka

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Ice Climbing