Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.
Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.
Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.
Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.
Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.
FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar
Klifursvæði |
Árnessýsla
|
Svæði |
Ingólfsfjall |
Tegund |
Alpine |