Norðvesturhryggur Lambatinds

Rauð leið á mynd.

Leiðin er í Lambatind á Ströndum og snýr leiðin út að Veiðileysu. Ekki alveg á Hornströndum, en nokkuð nálægt

NNV hryggur Lambatind. 400-450m af 2. gráðu snjó, íshöftum, léttu klettabrölti og snjósyllum. Allt klifrað á hlaupandi tryggingum.

FF: Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson í apríl 2011. 400-500m, snjóklifur 2. gráða

Klifursvæði Strandir
Svæði Lambatindur
Tegund Alpine

Flottur foss WI 3

Keyrðum aðeins um í Lóni, komum við á einum stað sem Gummi heldur uppá og klifruðum líltinn foss þar sem er ofboðslega fallegur að sumri, ca. 10m og er létt 3. gráða. Ofan fossins er svo lúmskt flottur og langur dalur sem tekur við, enda frekar há fjöll þarna.

FF: Guðmundur Freyr Jónsson, Arnar Jónsson og Davíð Jón Ögmundsson, 19. febrúar 2010

Skemmtilegar myndir frá Fjallateyminu má sjá hér

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Lón
Tegund Ice Climbing

Ókindin WI 4

Leiðin er í gili rétt ofanvið bæinn, beint fyrir ofan Björgunarsveitarhúsið. Leiðin er í tveim kertum og snjóbrekku á milli þannig að klifrið sjálft summast ekki nema í rétt um 30m.

FF: Arnar Jónsson, Guðmundur Jónsson, Davíð Jón og Eiríkur Dúi, febrúar 2010, WI 4, 40m

Skemmtilegar myndir frá Fjallateyminu má sjá hér

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Seiðisfjörður
Tegund Ice Climbing

Aftanmídan WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin liggur í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafirði. Flott ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla.

FF: Óðinn Árnason, febrúar 2014. WI5, 50m.

Skemmtilega frásögn og myndasafn frá fjallateyminu má finna hér.

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Hvolsfjall
Tegund Ice Climbing

Teitur WI 5

Mynd af leiðinni óskast.

Leiðin liggur í Teitsgili en þegar komið er ofan í gilið blasir við áberandi þykkur sirka 50+ metra ísfoss lengst til vinstri frá hefðbundinni aðkomu. Leiðin var klifruð í 2 sirka 25 metra spönnum upp miðjan fossinn í fyrstu spönn og aðeins til hægri í seinni spönninni.

FF: Óðinn Árnason og Arnar Jónsson í nóvember 2013. 55m, WI 5

Klifursvæði Borgarfjörður
Tegund Ice Climbing

Aprílgabb

Rauð lína á mynd

Leiðin er á norðurvegg Búðarhyrnu við Seljadal í Óshlíðinni

Línan byrjar hægra megin við áberandi berggang sem að stendur út úr norðurvegg fjallsins.

Fyrsta spönn er öll á ís, WI 3.

Önnur spönn er aðeins á ís í byrjun en færist yfir í torfklifur þar til komið er að áberandi klettalagi. Fylgið klettalaginu þar til að hægt er að krækja fyrir það og haldið áfram upp 70-80m á ís (þriðja spönn WI 3).

Fjórða spönn byrjaði aðeins á ís en tekur svo klettahliðrun á mjög mjórri sillu, M4 kannski?

Eftir það er snjógili fylgt alveg upp, 150m hækkun og talsvert brattara á köflum en það virtist neðan frá.

Auðvelt er að fara niður á suðurhlið Búðarhyrnu og enda í Hnífsdal, ekki þörf á að síga niður.

FF: Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Alpine

Mynda og videokvöld á Center Hotel Plaza

Albert Leichtfried og Benedikt Purner eru staddir á landinu eins og margir hafa eflaust tekið eftir sem fylgjast með hér á síðunni. Þeir hafa heldur betur verið uppteknir við ís og mixklifur síðustu daga en ætla núna að halda myndasýningu og fyrirlestur.

Viðburðurinn er haldinn á Center Hotel Plaza á Aðalstræti 4. 15. febrúar

Á sýnt verður frá:
Ferð þeirra til landsins árið 2016 þegar þeir klifruðu fyrstu WI 7 á landinu.
Ferðinni sem þeir eru núna að klára þar sem meðal annars frumfóru tveggja spanna M10 í Ásbyrgi.
Ísklifurferð til Noregs árið 2017
Fjallahjólakeppnum í Austurríki.

Frítt inn.

Shelter of the Gods M 10

Tvær spannir. Sú fyrri er 25m M 10 og með fjórum boltum, sú seinni er 30m M 9 og er einnig með fjórum boltum. Fyrir utan boltana er tryggt með fullum tradrakk, C4 og stuttum skrúfum.

Íslenski alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna að boltun innan Vatnajökulsþjóðgarðs er óheimil. Sjá nánar á síðunni fyrir svæðið Ásbyrgi.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 11. og 12. febrúar 2018

Klifursvæði Ásbyrgi
Tegund Mixed Climbing

Myndbönd

Ásbyrgi

Eitthvað hefur verið dótaklifrað í Ásbyrgi og herma sögur að þar sé hið ágætasta berg.

Í febrúar 2018 voru Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ferð framhjá. Þeir skelltu í eitt stykki leið í tilefni þess, Shelter of the gods, M 10/M 9+.

Í kjölfar þess að leiðin Shelter of the gods var sett upp upphófst umræða um boltun í berginu í Jökulsárgljúfrum. Alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna að boltun innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum er óheimil.

 

Eftirfarandi skilaboðum vill þjóðgarðurinn svo koma á framfæri við alla sem hugast klifra í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum:

„Að gefnu tilefni vill þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum koma því á
framfæri við Íslenska Alpaklúbbinn og félagsmenn hans að óheimilt er að valda skemmdum á
jarðminjum í þjóðgarðinum, s.s. með því að festa bolta í berg þannig að varanlegt rask verði.
Allar framkvæmdir í þjóðgarðinum, stórar sem smáar, þurfa að vera í samræmi við ákvæði
laga um Vatnajökulsþjóðgarðs (2007/60) sem og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Jafnframt skal afla leyfis hjá þjóðgarðsyfirvöldum fyrir öllum framkvæmdum sem ekki eru að
frumkvæði þjóðgarðsins.“

Blautur Örn WI 4

Leið númer 1.

Blautur Örn – WI 4, 25 metrar.

Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018

 

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Fjaðrárgljúfur
Tegund Ice Climbing